fbpx
-Auglýsing-

Veirusýking herjar á Landspítalann

Einangra hefur þurft nokkrar stofur á barnadeild, öldrunarsviði og hjartadeild Landspítalans vegna veirusýkingar. Á hjartadeild hefur þurft að fækka innköllun í hjartaþræðingar af þessum sökum. Biðlistinn er því lengri en oft áður en nú bíða 240 manns eftir að komast í hjartaþræðingu.

Veikinni veldur svokölluð Nóróveira en hún er bráðsmitandi og berst auðveldlega milli manna. Helstu einkenni hennar eru ógleði, uppköst og niðurgangur.

Nóróveiran er ein algengasta orsök fjöldasýkinga á sjúkrahúsum. Hún hefur borist inn á Landspítalann af og til í vetur en að sögn Ólafs Guðlaugssonar, yfirlæknis á sýkingarvarnardeild Landspítalans, berst hún inn á sjúkrahúsið þegar það er mikið um veikindi úti í samfélaginu. Hann segir að faraldurinn sé óvenjuskæður að þessu sinni og minni um margt á þegar hann var verstur á árunum 2002-2004.

Þetta er alþjóðlegur vandi, segir Ólafur, en síðustu vikur hefur þurft að loka tugum deilda á sjúkrahúsum í Bretlandi. Veiran er hættulaus fullfrísku fólki en getur komið illa við þá sem eru veikir fyrir og þess vegna hefur þurft að einangra um tíu sjúkrastofur á Landspítalanum, m.a. á hjartadeild.

- Auglýsing-

En afleiðingarnar eru víðtækari því ekki hefur verið hægt að sinna hjartaþræðingum sem skyldi og á meðan fjölgar þeim sem bíða. Nú eru 240 manns á biðlistanum sem svo oft hefur verið fjallað um en það er með mesta móti.

 Það hlýtur að valda nokkrum áhyggjum því fyrir tæpum fjórum árum sagði Ásgeir Jónsson, sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum, í grein í Morgunblaðinu að biðlistinn væri orðinn hættulega langur en þá voru 225 manns að bíða en nú eru sem fyrr segir 240 manns á biðlistanum. Meðalbiðtími eftir hjartaþræðingu er 102 dagar. Unnur Sigtryggsdóttir, deildarstjóri hjartadeildar, segir þó að öllum bráðatilfellum sé umsvifalaust sinnt.

Sjá frétt Ríkissjónvarpsins um málið hér

www.ruv.is 31.01.2008

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-