-Auglýsing-

Hjartalíf gefur miða á Vegan Heilsa

Það styttist í Vegan Heilsu ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu næsta miðvikudag 16. október. Þar munu heimsfrægir fyrirlesarar halda erindi og má þar helst nefna Dr. Caldwell Esselstyn sem hjálpaði Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna að gjörbylta sínu mataræði.

Við hér á hjartalif.is vorum svo heppinn að fá nokkra miða á ráðstefnuna sem við ætlum að gefa lesendum okkar í dag og næstu daga. Sendið okkur nafn, kennitölu og netfang í pósthólfið okkar á Facebook og það gæti birst hjá þér miði á ráðstefnuna í pósthólfinu hjá þér. Fyrstir koma fyrstir fá.

Þar að auki er gleðilegt að segja frá því að enn hefur bæst í hóp fyrirlesara sem hafa tengingu við hjarta og æðsjúkdóma. Eins og segir í tilkynningu frá ráðstefnuhöldurum: Við erum ekki lítið spennt að deila með ykkur að það var að bætast við fyrirlesari sem heldur stutt erindi á ráðstefnunni 16. október! Um er að ræða Dr. Arvind Maheru sem er breskur geðlæknir. Móðir hennar lést 44 ára af völdum hjartaáfalls, faðir hennar hefur einnig glímt við hjartasjúkdóm sem og fjöldi ættingja hennar. Þegar hún stóð sjálf frami fyrir því að vera komin með alvarleg hjartavandamál árið 2016 leitaði hún til Dr. Esselstyn. Hún ákvað að afþakka kransæðahjáveitu aðgerð og láta reyna á óunnið veganfæði. Nú þremur árum síðar má vart greina sjúkdóminn. Hún segir sögu sína um mátt mataræðis til lækninga. Þið viljið ekki missa af þessu!

Þetta er frábær viðbót við Dr. Esselstyn sem án efa verður mjög áhugavert að hlusta á.

Auk þess má geta þess að Dr. Shireen Kassam sem heldur fyrirlestur á ráðstefnunni heldur því fram að í 80% tilfella sé hægt að snúa við eða koma í veg fyrir lífsstílssjúkdóma svo sem hjartasjúkdóma, krabbamein, sykursýki og háþrýsting með plöntumiðuðu mataræði.

Tímasetning ráðstefnunnar er áfram frá 12 til 17. Þann 16. október. Við mælum með því að þið tryggið ykkur miða. https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/vegan-heilsa/

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-