-Auglýsing-

Garmin Vivoactive 4 (kynning)

Ég verð að játa að ég hef haft ákveðna fordóma gangvart snjallúrum. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég prófaði eitt slíkt fyrir nokkru síðan og gafst upp eftir mjög skamman tíma þar sem rafhlaðan entist mjög stutt. Ég missti þolinmæðina og dæmdi þetta gagnslítið og ekki þjóna mínum þörfum.

Það var því með nokkuð blendnum huga sem ég tók við Garmin Vivoactive 4 til prufu með það fyrir augum að finna út hvort þetta væri jafn snjallt eins og margir vilja meina.

Það er skemmst frá því að segja að ég ákvað að byrja kynni okkar á því að setja úrið beint á mig og sjá hvernig það virkaði án þess að lesa mig neitt til um gripinn þar sem ég óttaðist að tæknilegar lýsingar á notkunarmöguleikum myndu trufla mig. Á sama tíma náði ég mér í Garmin appið Connect til að geta fylgst með hverju úrið væri raunverulega að fylgjast með. Ég verð að játa að fyrstu kynninn voru langt umfram væntingar og rafhlöðuendingin ótrúleg eða 6 til 8 dagar.

Á fyrstu dögunum fór appið að safna upplýsingum um hjartsláttinn minn, kortleggja streituna mína, svefninn minn ásamt því að segja mér til um orkuna mína og fjölmarga aðra þætti. Það er skemmst frá því að segja að upplýsingarnar sem appið safnaði frá úrinu rímuðu við hvernig mér leið. Fyrir mér var það merkilegt og ótrúlega var það nákvæmt.

Þegar ég var búinn að nota úrið í nokkra daga fór að vakna hjá mér löngun til að aðlaga það enn frekar að mínum þörfum og var það tiltölulega einfalt mál og fljótgert. Ég komst semsagt fljótt að því að ótti minn um að það væri flókið að finna út úr tæknimálunum reyndist fullkomlega óþarfur.

Vivoactive 4 bíður upp á marga möguleika og smellpassar fyrir mig hjartakallinn svo dæmi sé tekið. Þar má meðal annars nefna að hægt er að stilla það bil sem æskilegt er fyrir hjartað að vinna með og lætur úrið vita ef hjartsláttur verður óeðlilegur. Auðvelt er að aðlaga úrið að þeim sem stunda útvist hvort sem um er að ræða göngu, hjólreiðar, golf eða hvaðeina sem heillar. Einn fídus fannst mér sérlega áhugaverður en það er sá möguleiki að úrið láti aðstandanda vita ef notandinn fellur eða verður fyrir skyndilegu höggi. Einnig er úrið búið GPS búnaði svo auðvelt er að hafa uppi á manni ef hætta steðjar að.

- Auglýsing-

Það væri of langt mál að telja upp alla möguleikana sem Vivoactive línan frá Garmin hefur upp á að bjóða en óhætt að fullyrða að hér er á ferðinni mjög eigulegur gripur og afar vandað og gott öryggistæki sem getur sannarlega bjargað mannslífum. Rafhlöðuending er til mikillar fyrirmyndar og óþarfi að hafa hyggjur af því að tæknimálin flækist fyrir manni. Auk þess má geta þess að úralínan frá Garmin er bæði fjölbreytt og falleg þar sem öryggi og notagildi er haft í hávegum.

Hér eru nokkur dæmi um möguleikana.

  • Hafðu auga á heilsunni allan sólahringinn með súrefnismetturnar mælingu (Pulse Ox) og orkuskráningu (Body Battery) og með því að fylgjast með öndun, tíðahring, stressi, svefni, púls, vökvainntöku og fleira.
  • Einfalt að hlaða niður tónlist á úrið í gegnum Spotify®, Amazon Music eða Deezer, og tengja við þráðlaus heyrnatól svo þú getir hlustað án þess að hafa símann með í för. (Heyrnatól seld sér).
  • Skráðu alla hreyfingu með yfir 20 innbyggðum GPS og innandyra æfingarforritum, þar með talið yoga, hlaup, sund, hjól og margt fleira.
  • Úrið sýnir einfalda hreyfimynd af sumum æfingum, eins og t.d. lyftingum, brennslu, yoga og pilates, sem auðvelt er að fara eftir.
  • Rafhlöðuending: Allt að 8 dagar (40mm: 7 dagar) sem snjallúr. Allt að 18 klst (40mm: 15 klst) með GPS. Allt að 6 klst (40mm: 5 klst) með GPS og tónlist.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-