-Auglýsing-

Vegan Heilsa í Hörpu

Þann 16 október næstkomandi fer fram ráðstefnan Vegan Heilsa í Silfurbergi í Hörpu. Meðal fyrirlesara er Dr. Caldwell Esselstyn sem hefur með rannsóknum sínum komist að því að með plöntumiðuðu mataræði er hægt að ná tökum á og jafnvel útrýma hjarta og æðasjúkdómum. Dr Esselstyn skrifaði meðal annars bókina “Prevent and Reverse Heart Disease” Sem er metsölubók og mjög áhugaverð fyrir okkur hjartafólk.

Dr. Esselstyn er bandarískur hjartaskurðlæknir sem lengst af starfaði á hinu virta sjúkrahúsi Cleveland Clinic. Dr. Esselstyn heldur erindið The Nutritional Reversal of Cardiovascular Disease: Fact or Fiction? Dr. Esselstyn starfaði lengst af sem hjartaskurðlæknir og yfirlæknir á Cleveland Clinic sem þykir eitt fremsta sjúkrahús Bandaríkjanna á sviði hjartalækninga. Hann sat í stjórn sjúkrahússins í sex ár og stýrði einnig starfshópi um brjóstakrabbamein.

Eftir að hafa starfað sem læknir í áratugi vaknaði áhugi Dr. Esselstyn á að komast að rót vandans. Hann vildi lækna skjólstæðinga sína en ekki einungis meðhöndla einkenni þeirra og hann vildi koma í veg fyrir að fleiri yrðu hjartasjúkdómum og krabbameinum að bráð. Hann hóf því að skoða lífsstíl þjóða þar sem hjartasjúkdómar og krabbamein eru óalgeng, þær þjóðir áttu sameiginlegt að borða lítið af dýraafurðum og mikið af plöntumiðuðum matvælum. Hann ákvað í framhaldi af þeirri rannsóknarvinnu að gera rannsókn á hópi hjartasjúklinga með alvarlegan og ágengan þriggja æða kransæðasjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að lífslíkur þeirra sem fylgdu óunnu grænkerafæði (e. whole food plant based diet) jukust verulega. Dr. Esselstyn komst að þeirri niðurstöðu að allir hjartasjúklingar ættu rétt á að vera meðhöndlaðir með plöntumiðuðu mataræði auk hefðbundinna meðferða. Hann hefur síðan helgað líf sitt því að kynna áhrif plöntumiðaðs mataræðis á hjartaheilsu fólks.

Dr. Esselstyn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. hin virtu Yale University George H.W. Bush ’48 Lifetime of Leadership Award. Dr. Esselstyn er orðinn 85 ára og og er einn helsti talsmaður og áhrifavaldur plöntumiðaðs mataræðis í heiminum.

Til gamans má geta þess að Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna fór eftir kenningum Dr. Esselstyn þegar hann breytti mataræði sínu og sneri við slæmri þróun á sínum kransæðasjúkdóm. Hér fyrir neðan er viðtal við Clinton á CNN frá 2011 af því tilefni.

- Auglýsing-

Á ráðstefnunni koma einnig fram næringarfræðingurinn Brenda Davis og krabbameinslæknirinn Dr. Shireen Kassam. Auk þeirra stíga fram einstaklingar sem segja sögu sína af því að skipta yfir í plöntumiðað mataræði.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.veganheilsa.is. Miðasala fer fram á miðasöluvef Hörpunnar https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/vegan-heilsa/.

Ummæli um Bók Dr. Esselstyn Prevent and Reverse Heart Disease:

“If you have heart disease, this book should be essential reading.  It could save your life.”
—Michael F. Jacobson, Executive Director, Center for Science in the Public Interest

“Dr. Esselstyn has always been ahead of his time. His focus on the healing powers of proper nutrition on diseased coronary arteries has now proven right, raising another unthinkable notion—that heart patients can cure themselves.”
—Bernadine Healy, M.D., former Director of the National Institutes of Health

“One of the most outstanding projects in health research of the past century. It’s relevant, it’s caring, it’s innovative, it’s extremely well executed and it’s very, very useful.”
— T. Colin Campbell, Ph.D.,  author of The China Study

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-