-Auglýsing-

Hjartaáföll auka líkurnar á því að þróa með sér krabbamein

HjartaáfallAð fá hjartaáfall leiðir af sér meiri áhættu á að þú þróir með þér krabbamein að því er ný rannsókn leiðir í ljós og sagt er frá í vefútgáfu Daily Mail.

Sjúklingar sem greindust með hjartabilun á milli 1979 og 1990 voru í 48 prósent meiri hættu á krabbameini, á meðan sjúklingar greindir á milli 1991 og 2002 voru í 86 prósent meiri hættu.

Þá segja vísindamenn frá Mayo Clinic í Bandaríkjunum, að þrátt fyrir lægri dánartíðni og hækkaðar lífslíkur af völdum hjartasjúkdóma gæti fjölgun greininga á krabbameini stafað af meira og virkara eftirliti og eða aukaverkana.

Dr Veronique Roger, forstöðumaður á Mayo Clinic og meðhöfundur rannsóknarinnar sagði: „Sjúklingar með hjartabilun eru ekki aðeins í aukinni hættu að fá krabbamein heldur þýðir aukin tíðni krabbameins hærri dánartíðni hjá þessum sjúklingum.
Þessar niðurstöður undirstrika einnig mikilvægi skimunar og krabbameinsleitar hjá sjúklingum með hjartabilun.

Auk þess sýna niðurstöður rannsóknarinnar mikilvægi þess að litið sé til heildrænnar meðferðar þeirra sem þjást af krónískum sjúkdómum, en ekki eingöngu sjúkdómsmiðaða ummönnun.“

Verið getur að aukin greining krabbameins vegna betri og nákvæmari læknisskoðana hafi haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.

- Auglýsing-

Vísindamenn framkvæmdu rannsóknina með með því að rýna í sjúkraskýrslur frá Rochester Epidemiology Project, sem tengist legu og göngudeildum hjá íbúum Olmsted sýslu í Minnesota.

Rannsóknin náði til 596 sjúklinga með hjartabilun sem parað var saman við sama fjölda af heilbrigðum einstaklingum.

Í rannsókninni, sem birt var í Journal of American College of Cardiology, voru skoðuð tvö 11 ára tímabil.

Dr Roger og samstarfsmenn benda á nokkrar ástæður fyrir aukinni hættu á krabbameini hjá sjúklingum með hjartabilun. Þar á meðal, aukaverkanir meðferðar, streitu af völdum veikindanna eða annarra ástæðna sem tengjast lífeðlisfræði hjartabilunar svo sem bólgum.

Rannsakendur leggja áherslu á að niðurstaðan verði nýtt í meðferð og stjórnun hjartabilunar, og leggja til að fylgst verði vel merkjum um krabbamein hjá sjúklingum með hjartabilun, segja höfundar skýrslunnar.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-