-Auglýsing-

Gullkorn úr sjúkraskrám

BrosÞað var góð ákvörðun hjá Landspítalanum að heiðra okkur með nærveru sinni á Facebook og þeir hafa líka húmor á spítalanum. Ég tók mig til og fékk lánaðar nokkrar tilvitnanir úr erlendum sjúkraskrám sem þeir höfðu birt okkur til skemmtunar.

Margt skondið leynist í sjúkraskrám…

Hér eru nokkur dæmi utan úr heimi

  • Sjúklingurinn fær brjóstverk þegar hún liggur á vinstri hlið í meira en ár…
  • Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið……
  • Ég verð ánægður þegar ég kemst inn í meltingarveginn hjá henni, hún virðist tilbúin en kvíðin……
  • Sjúklingurinn tárast og grætur stöðugt. Henni virðist einnig líða illa……
  • Sjúklingurinn neitar krufningu…..
  • Sjúklingurinn hefur enga fyrri sögu um sjálfsvíg…
  • Sjúklingurinn skildi hvítu blóðkornin sín eftir á öðrum spítala…
  • Hún rann í hálku og að mér skilst þá fóru fótleggirnir í sitthvora áttina snemma í desember……
  • Sjúklingurinn er með þandar hálsæðar sem ná alveg niður að ökklum….
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-