-Auglýsing-

Hjarta eins og pínulítið kirsuber

Stúlkan Taylor Gardner fæddist í Ástralíu fyrir þremur vikum, þá aðeins ríflega 500 grömm að þyngd. Þegar móðir hennar var á 19. viku meðgöngunnar kom í ljós að Gardner var með hjartagalla.
Á 24. viku meðgöngunnar sló hjarta litla krílisins sjaldnar en 50 slög á mínútu og þá ákváðu sérfræðingar og læknar að taka til sinna ráða.

Ákveðið var að taka á móti stúlkunni og setja gangráð við hjarta hennar. Dr Alex Veldman var ein þriggja lækna sem annaðist stúlkuna og sagði hún verkefnið hafa verið sérstaklega krefjandi. „Hún var alveg ofsalega, ofsalega lítil. Rifbeinin voru eins og eldspýtur og hjarta hennar – sem þurfti að tengja ýmsa víra við vegna gangþráðarins – var á stærð við pínkulítið kirsuber.“

Dr. Veldman segir litlu kraftaverkastúlkuna braggast vel en hún þurfi þó að dvelja eitthvað lengur á spítala og vera undir ströngu eftirliti sérfræðinga. 

www.pressan.is 21.06.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-