-Auglýsing-

Hjálparóp hjartasjúklings

Einn af pennunum sem bloggar á DV.is er maður að nafni Baldur Guðmundsson. Það er svosem ekki til frásögu færandi en á föstudaginn birti hann afar athyglisvert blogg sem er dapur vitnisburður um það velferðarsamfélag sem við búum við.

Ég leyfir mér að birta færsluna í heild siini hér að neðan.

Í gær, fimmtudag, hringdi í mig sorgmæddur maður á sextugsaldri. Hann sagðist hafa glímt við veikdindi undanfarin misseri. Nú væri svo komið að hann væri alveg óvinnufær. Hann sagðist veikur fyrir hjarta og að í raun biði hann eftir því að komast í hjartaþræðingu.

Maðurinn sagðist hafa farið í læknisskoðun í byrjun mánaðar, enda hafði heilsu hans hrakað í sumar. Hann neyddist í fyrra til að hætta vinnu og síðar námi sem hann stundaði utan skóla. Hann hélt á bréfi sem var niðurstaða læknis eftir skoðunina. Ég spurði hann hvað stæði í bréfinu.

Eftir smá þögn sagði hann mér skjálfandi röddu að læknirinn hefði ályktað sem svo að hann væri aumingi. Röddin brast. Þegar hann hafði jafnað sig að mestu sagði hann mér að hann væri verkmenntaður og hefði unnið baki brotnu allt sitt líf. Læknirinn hefði hins vegar metið það svo að honum héldist illa á vinnu. Rökin voru þau að hann hefði hætt skyndilega í síðustu vinnu sinni.

Á versta tíma rofnaði samtal okkar fyrirvaralaust. Ég komst að því að það hafði slitnað mín megin. Það kemur stundum fyrir. Ég hafði einungis fornafn mannsins en símtalið kom í gegn um skiptiborð þannig að ég hafði heldur ekki númerið. Í bæjarfélaginu hans bera svo margir þetta nafn að ómögulegt reyndist að þrengja hópinn þannig að ég gæti haft upp á manninum.

- Auglýsing-

Ég beið lengi við símann í þeirri von að hann hringdi aftur. Það gerði hann ekki og ég hef ekki getað hugsað um annað síðan. Síðustu orð hans áður en símtalið rofnaði voru eitthvað á þessa leið:
 
“Þetta þýðir að ég fæ engar örorkubætur. Geturðu hjálpað mér?”

 

www.dv.is 28.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-