-Auglýsing-

JóJó er týndi sonurinn

„Ég held hún eigi að heita Týndi sonurinn,” segir götulistamaðurinn JóJó.
Hann sér nú glitta í heimsfrægð því Jón Gústafsson kvikmyndagerðarmaður er með á prjónum heimildamynd um trúbador götunnar til alþjóðlegrar dreifingar.

Það er þó ekki efst í huga hins hjartgóða trúbadors sem gjarnan gleður nátthrafna sem eiga leið um Austurstræti með gítarspili og söng: „Sko, ég fékk heilablóðfall í fyrra og hef átt í þessu. En helsta hvatning til að gera plötuna var þegar við þurftum að sjá á eftir hinum litríka og skemmtilega Gunna Tramp [Gunnar Ólafsson] sem dó vegna hjartaáfalls.”

JóJó hefur verið önnum kafinn við að vinna merkilega plötu sem ráðgert er að komi út í október. Hún ber vinnuheitið „Að vera vitur eftir á” og er til styrktar málefnum um forvarnir Hjartaverndar og tileinkuð sjúkrastofnunum landsins. „Já, og því fólki sem þar er og starfar, er oft að vinna ótrúlegt starf og virðingarvert.”

JóJó hefur þegar lokið við að taka upp grunna og nýtur þar aðstoðar nokkurra fremstu tónlistarmanna landsins: Pálma Sigurhjartarsonar og þeirra Sálarmanna: Guðmundar Jónssonar, Friðriks Sturlusonar og Jóhanns Hjörleifssonar. Og þeir sem syngja lög Jójós eru svo þeir Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Valgeir Guðjónsson. „Valgeir syngur lygarann. En þar er fjallað um frægasta lygara landsins, hann Marinó, sem var heilataugaskurðlæknir sem fór á veðhlaupabrautina á Osló og seldi alla hestana þar,” segir Jójó brattur.

www.visir.is 30.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-