-Auglýsing-

Herferð í Danmörku: Áfengisneysla er dauðans alvara

Skemmtilegt stuðkvöld á djamminu veldur ekki bara timburmönnum daginn eftir heldur getur haft mun alvarlegri afleiðingar. Til lengri tíma litið er alkóhól stórhættulegt og getur valdið bæði krabbameini og hjartasjúkdómum. “Áfengi setur spor sín á fólk” er slagorð heilbrigðisyfirvalda í Danmörku sem hafa hrundið af stað nýrri herferð til að undirstrika fyrir Dönum afleiðingar áfengisneyslu sem sé mun meiri og hættulegri en hausverkur daginn eftir. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag.

Í könnun sem gerð var af Baráttusamtökum gegn krabbameini í Danmörku kom fram að 15% af öllu brjóstakrabbameini má rekja til áfengisneyslu. 30.000 konur á aldrinum 50-54 ára tóku þátt í rannsókn sem einnig sýnir að hættan eykst um 10% við hvern einfaldan drukkinn sjúss.

“Þetta eru skelfilegar niðurstöður, en Danir eru algjörlega ómeðvitaðir um þetta,” segir Else Smith, deildarstýra hjá Heilsugæslunni.

“Sömuleiðis ætlum við að leiðrétta mýtuna um að einn eða tveir einfaldir fyrir svefninn séu svo afspyrnu góðir fyrir hjartað. Fyrir langflesta er áfengi skaðlegt hjartanu, en getur í vissum tilfellum haft góð áhrif. Þar kemur þó til aldur, kyn og drykkjumunstur. Konur sem eru komnar yfir breytingaskeiðið og karlmenn eldri en 45 ára geta haft gott af einum sjúss fyrir svefninn. Þar að auki er átt við litla skammta, sem deilast á alla daga vikunnar, og full ástæða til að undirstrika það,” segir Else.

www.eyjan.is 24.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-