-Auglýsing-

Hvað gerðist í Skotlandi?

Frá því að Skotar bönnuðu reykingar á opinberum svæðum hafa undur og stórmerki átt sér stað. Tíðni hjartaáfalla hefur minnkað um 17% af hundraði. Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvað geti valdið þessu. Ekki hafa matarvenjur Skota breyst eða drykkjusiðir. Það eina sem breyst hefur í jöfnunni lífsstíll Skota er að reykingar hafa verið bannaðar á veitingastöðum og opinberum svæðum.

 Óbeinar reykingar í nokkrar klukkustundir geta haft mælanleg áhrif á blóðið. Líkaminn bregst nefnilega þannig við að samloðun blóðkornanna eykst og því þarf ekki nema lítið magn af reyk til að hafa skaðleg áhrif. Ef einstaklingur er þegar kominn í áhættuhóp geta óbeinar reykingar gert útslagið.

 Talið er að reykingabannið hafi leitt til þess að 551 Skoti fékk ekki hjartaáfall.

-Auglýsing-

 Niðurstöðurnar frá Skotlandi eru í samræmi við það, sem gerst hefur annars staðar í heiminum. Í tímaritinu Der Spiegel í þessari viku er tekin saman tölfræði frá nokkrum stöðum í heiminum. Á Írlandi hefur hjartaáföllum fækkað um 11% frá því að reykingar voru bannaðar í mars 2004. Eftir að bann var sett í Ítalíu hefur hjartaáföllum einnig fækkað um 11% meðal íbúa undir 60 í Piemont-héraði. Í bænum Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum fækkaði hjartaáföllum um 27% árið eftir reykingabann miðað við árið áður. Í bænum Helena í Montana fækkaði hjartaáföllum um 40% eftir að reykingabann var sett 2002. Eftir að dómari hnekkti banninu fór hins vegar allt í sama farið aftur.

 Efast menn um gildi reykingabanns á veitingastöðum?

Staksteinar Morgunblaðisins 21.09.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-