-Auglýsing-

Helmingur feitra hefur hraust hjarta

Þótt maður líti vel út í sundskýlu er ekki þar með sagt að maður hafi hraust hjarta, og þeir sem þjást af offitu kunna aftur á móti að vera að öllu öðru leyti heilbrigðir. Samkvæmt nýrri rannsókn er um það bil helmingur feitra með eðlilegan blóðþrýsting og blóðfitumagn, og jafn hátt hlutfall grannra þjást af kvillum sem jafnan eru tengdir við offitu.

Rannsóknin var gerð meðal Bandaríkjamanna og rennir stoðum undir þá kenningu að hægt sé að vera heilsuhraustur þótt maður sé feitur, eða að minnsta kosti heilsuhraustari en áður hefur verið talið.

-Auglýsing-

Höfundur rannsóknarinnar, MaryFran Sowers, við Háskólann í Michigan, segir að staðalímyndir geti verið villandi hvað heilbrigði varðar, og þörf sé á að endurskoða ríkjandi hugmyndir.

Rannsókn Sowers leiddi í ljós að 51% þeirra sem töldust feitir, eða of þungir, hafði eðlilegan blóðþrýsting, eðlilegt magn blóðfitu og þríglýseríða, og blóðsykurs. Sömu sögu var að segja um um það bil þriðjung offitusjúklinga.

Um fjórðungur þeirra sem voru í kjörþyngd höfðu of mikið af að minnsta kosti tveim þessara þátta, sem benti til hættu á hjartasjúkdómum.

Sowers segir að það sem helst komi á óvart við niðurstöður sínar er hversu marga einstaklinga sé um að ræða, eða margar milljónir manna.

- Auglýsing-

Niðurstöður rannsóknarinnar renna ennfremur stoðum undir þá kenningu, að besta leiðin til að meta hættuna á því hvort einstaklingi sé hætt við sjúkdómum, sé að taka mittismálið. Það geti t.d. betri vísbendingar en svokallaður líkamsmassastuðull (BMI).

www.mbl.is 12.08.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-