Starfsfólk á Landspítalanum segir álagið hafa aukist vegna þess að sjúklingar séu nú almennt veikari en þeir sem áður lágu á spítalanum.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist taka kvartanir starfsfólksins alvarlega og því hafi hún kallað eftir úttekt landlæknis. Sem betur fer hafi úttekt sem gerð var í desember leitt í ljós að öryggi væri ekki ógnað. Mannekla hafi skapað óheyrilega mikið álag, starfsólk hafi ekki fengist og því hafi deildir verið lokaðar. Nú séu stöður fullmannaðar en ekki ráðið í afleysingar vegna kreppunnar. Þetta þurfi að taka með í reikninginn þegar öryggismál eru skoðuð.
-Auglýsing-
www.ruv.is 24.03.2010
-Auglýsing-