-Auglýsing-

Samráð skorti um skráningu líffæragjafa í ökuskírteini

Landlæknisembættið og Ríkislögreglustjórinn gagnrýna samgönguráðuneytið fyrir skort á samráði áður en reglugerð var sett um skráningu líffæragjafa í ökuskírteini. Bæði sé framkvæmdin óljós og sérkennilegt að lögreglan eigi að halda utan um heilbrigðisupplýsingar fólks.

Frá og með 1. mars næstkomandi eiga bílstjórar að geta skráð í ökuskírteinið sitt hvort þeir vilji að líffæri úr þeim verði nýtt ef og þegar svo ber undir. Kristján Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði við Pressuna að ekki hefði verið eftir neinu að bíða, þetta væri vilji stjórnvalda og því hefði hann tekið þessa heimild með í reglugerðina um ökuskírteini þegar verið var að breyta henni hvort sem er.

Árni Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum, segir að embættið hafi sent ráðuneytinu fyrirspurn varðandi málið því að lögreglan hefði ekki komið að því á undirbúningsstigi og stæði frammi fyrir orðnum hlut.

Á vissan hátt fögnum við því að afstaða fólks til líffæragjafar sé gerð ljósari en það eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað skoða betur og útfæra á annan hátt en gert er í reglugerðinni.

Meðal annars er ætlast til þess, samkvæmt reglugerðinni, að lögreglan geymi gögn um líffæragjafana.

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur undir með lögreglunni um að reglugerðin veki upp ýmsar spurningar.

- Auglýsing-

Hvorki við né lögreglan vissum af þessu og heldur ekki líffæragjafanefnd. Mér finnst þar að auki sérkennilegt að lögreglan eigi að halda skrá sem varðar heilbrigði fólks og heilsu.

Samgönguráðuneytið hefur falið lögreglunni að útfæra reglurnar og framfylgja þeim. Skrá um líffæragjafa – og þar með hugsanlega nánari tilgreining á takmörkunum á líffæragjöf viðkomandi – gæti orðið býsna umfangsmikil ef margir ákveða að skrá sig. Auk þess gæti lögreglan þurft að geyma slík gögn í allt að 52 ár því að bílstjóri kann að skrá sig 18 ára og þarf ekki að endurnýja skírteinið sitt fyrr en hann verður sjötugur.

www.pressan 25.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-