-Auglýsing-

Óttast að mistökum fjölgi

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, hefur verulegar áhyggjur af því að sjúklingar fái ekki nauðsynlega þjónustu vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á Landspítalanum í sumar.

Minni starfsemi verður á Landsítalanum í sumar en nokkru sinni. Fækkað verður um 130 rúm af tæplega 700 rúmum. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknaráðs Landspítalans, sagði í fréttum RÚV í gær að hann óttaðist að mistökum fjölgi vegna þessa.

-Auglýsing-

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, tekur undir þetta. Sjúklingum sé núna beint í annars konar þjónustu, þannig að þeir sem eru á spítalanum séu mun veikari en áður var.  Hætta sé á því að fólk fái lakari þjónustu og það geti leitt til þess að frekar eigi sér stað mistök. Það sýni aðstæður annarsstaðar þar sem þetta hafi verið reynt.

Elsa segir að þótt fleiri hjúkrunarfræðingar starfi nú á Landspítalanum en oft áður hafi álagið á þá aukist þar sem sjúklingarnir þurfi meiri umönnun en áður. Þá ríki óvissa um hvort fleirum verði sagt upp störfum. Elsa segist fyrst og fremst hafa áhyggjur sjúklinganna vegna. Nú þegar sé búið að keyra þjónustustigið mikið niður og eigi að gera það enn frekar í sumar.

- Auglýsing-

frettir@ruv.is

www.ruv.is 24.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-