-Auglýsing-

Hár, streita og hjartasjúkdómar

iStock 000002924146XSmallHár af höfði manneskju getur leitt í ljós áhættuna á því að þróa með sér hjartasjúkdóm samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er á vefútgáfu Daily Mail.

Hárið geymir mikilvægar upplýsingar um það hve mikla streitu við búum við sem getur svo aftur gefið vísbendingu um það hvort líkur séu á því að við þróum með okkur slíkan sjúkdóm.

-Auglýsing-

Ólíkt blóðprufum sem geta mælt streituhormón á einhverju einu augnabliki er hægt með greiningu á hári, að mæla magn streituhormónsins cortisol yfir nokkurra mánaða tímabil.
Þetta gerir rannsakendum auðveldara fyrir og þeir fá betri yfirsýn yfir magn cortisol á hverjum tíma segir í skýrslu sem rannsóknaraðilar birtu í The Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism.

Í rannsókninni fundu vísindamennirnir það út að eldra fólk sem mældist með meira magn cortisol og í lengri tíma var líklegra til að vera með hjartasjúkdóm.

Einn höfundur rannsóknarskýrslunnar Laura Manenschijn frá Erasmus MC í Rotterdam, segir „rétt eins og með háan blóðþrýsting benda niðurstöðurnar til að hækkað cortisol sé mikilvæg vísbending um að viðkomandi eigi á hættu að fá hjarta og æðasjúkdóm“.

Hún bætir við „ vegna þess að hár úr hársverði getur geymt upplýsingar um hvernig cortisol magnið hefur breyst yfir lengri tíma, gefur greining á hári betri tæki til að meta þessa áhættu“.

- Auglýsing-

Í rannsókninni var magn cortisol mælt í hópi 283 eldri borgara á aldrinum 65 til 85.

Notað var þriggja sentimetra langt hár sem tekið var við niður við hársvörðinn en með þessari aðferð gátu rannsakendurnir skoðað magn cortisol á þriggja mánaða tímabili.

Þeir einstaklingar sem voru með hátt cortisol voru líklegri til að eiga sögu um kransæðasjúkdóm, heilaáfall, sjúkdóma í útlægum slagæðum eða sykursíki.

„Niðurstöðurnar sýna að það eru tengsl á milli hækkunar á magni cortisol og hjarta og æðasjúkdóma“ segir annar aðalhöfundur rannsóknarskýrslunnar, Dr. Elisabeth Van Rossum frá Erasmus MC.

Hún lætur einnig hafa eftir sér „Frekari rannsókna er þörf til að kanna langtímamælingar á cortisol til þess að spá fyrir um hjarta og æðasjúkdóma, og hvernig það geti nýst í til meðferðar eða sem partur af forvörnum“.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vísindamenn hafa uppgötvað að rannsóknir á hári geti gefið vísbendingar um heilsu fólks.

Það er talið að með því að rannsaka hár sé hægt að greina fæðuofnæmi og einnig geti slíkar rannsóknir leitt í ljós skort á steinefnum.

Slíkar mælingar er einnig hægt að nota til að mæla hvort viðkomandi hefur neitt fíkniefna vegna þess að mólikúl fíkniefna sem ferðast með blóðrásinni festast í hársekknum þar sem þau geta verið í allt að 90 daga.

- Auglýsing -

Hér hægt að sjá fréttina í Daily Mail í heild sinni.

Hér má svo finna rannsóknina í The Journal of Clinical Endocrinology and Metabolism.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-