-Auglýsing-

Gáttatif vaxandi vandamál

800 david o arnar 2013Davíð O. Arnar, yfirlæknir á Hjartagátt Landspítala, hlaut verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem afhent voru á ársfundi Landspítala í Salnum í Kópavogi 23. apríl 2013. Verðlaunin nema þremur og hálfri milljón króna og eru þar með einhver stærstu verðlaun sem veitast íslenskum vísindamönnum. Þetta er í sjötta skipti sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum.

Davíð lauk sérfræðinámi í lyflækningum og hjartalækningum við University of Iowa. Eftir heimkomuna til Íslands árið 1999 réðst hann til starfa sem sérfræðingur við hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann var ráðinn yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut árið 2001 og yfirlæknir Hjartagáttar frá árinu 2010. Hann lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands árið 2002 og meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu árið 2010. Davíð varð klínískur prófessor við Háskóla Íslands árið 2006.

Rannsóknarferill Davíðs hófst með vísindagreinum sem hann birti sem unglæknir á Landspítalanum. Þegar á þeim tíma beindist athygli hans að leiðslukerfi hjartans og hjarsláttartruflunum. Hann vann að doktorsverkefni sínu í Iowa og snerist það um Purkinjefrumur hjartans og tengsl þeirra við lífshættulegan hraðatakt. Þetta var mjög metnaðarfullt verkefni sem Davíð lauk samtímis kröfuhörðu sérnámi. Eftir heimkomuna hafa rannsóknir Davíðs enn snúist um hjartsláttartruflanir, einkum gáttatif. Sú tegund hjartsláttartruflana hrjáir þúsundir Íslendinga og á eftir að krefjast mikilla útgjalda fyrir heilbrigðisþjónustuna á komandi árum.

Davíð hefur nálgast viðfangsefni sitt frá ýmsum hliðum; klínískum meðferðarleiðum, faraldsfræði og erfðafræði. Tvær síðari leiðirnar hafa einkum skilað glæsilegum árangri, sem er markverður á heimsvísu. Vísindagreinar Davíðs og félaga hans hafa birst í mörgum virtustu tímaritum nútímans.

Verðlaunasjóður í læknisfræði og skyldum greinum var stofnaður af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni sem báðir áttu langan feril sem yfirlæknar og prófessorar við Landspítala og Háskóla Íslands. Að þessu sinni bárust 7 tilnefningar og var undantekningarlaust um mjög hæfa vísindamenn að ræða úr ýmsum sviðum líffræði, faraldsfræði, læknisfræði og öðrum greinum heilbrigðisvísinda.

Að því er fram kemur á mbl.is eru að sögn Davíðs líklega um 3000 einstaklingar haldnir sjúkdómnum í dag, sumir tímabundið, aðrir stöðugt. „Þetta er ein aðalástæða blóðtappa í heila,“ segir Davíð. Þetta vandamál fer stöðugt vaxandi með hækkandi aldri þjóðarinnar.

- Auglýsing-

„Þetta hefur að mörgu leyti verið rauði þráðurinn í minni rannsóknarvinnu, að skoða þessar hjartsláttartruflanir,“ segir Davíð. Hann sagðist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með þennan mikla heiður.

Af vef www.landspitlali.is og www.mbl.is

Mynd af vef LSH

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-