-Auglýsing-

Gos og salt valda hjartaáföllum

Rannsóknir, sem birtar voru í dag, benda til þess að neysla sykurlausra gosdrykkja og salts auki líkurnar á hjartaáföllum.

Þeir sem neyta sykurlausra gosdrykkja daglega eru 61% líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem ekki drekka neina gosdrykki. Þegar ýmsar breytur höfðu verið fjarlægðar, stóð eftir að líkurnar voru 48% meiri.

Niðurstöðurnar voru kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu um hjartaáföll. Einn rannsakenda sagði að ýmislegt benti til þess að sykurlausir gosdrykkir væru ekki eins hollir eins og stundum er sagt.

Í annarri rannsókn var saltneysla skoðuð í samhengi við líkur á hjartaáfalli og í ljós kom að þeir sem neyta meira en 4000 milligramma af sódíum daglega eru helmingi líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem neyta minna en 1500 milligramma daglega.

4000 milligrömm af sódíum er það magn sem er að finna í fjórum stórum skömmtum af frönskum kartöflum.

Meðal-Bandaríkjamaður innbyrðir um 3000 milligrömm af sódíum á hverjum degi. Ráðlagður dagskammtur er 2300 milligrömm eða minna, en það er um ein teskeið salts.

- Auglýsing-

www.mbl.is 09.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-