-Auglýsing-

Falinn niðurskurður á spítölum

Meiri niðurskurður er á Landspítalanum en kemur fram í beinhörðum tölum, til dæmis með fækkun almennra lækna. Þetta segir Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna. Mikið álag er á starfsfólki spítalans sem kvartar undan streitu í starfi.
„Út af því að við erum fljótandi vinnukraftur er mjög auðvelt að fækka okkar störfum án þess að það komi beint fram á blaði sem niðurskurður. Við erum öll ráðin tímabundið í hálft ár eða heilt, fæst lengur en það. Þegar læknir lýkur sínu ráðningartímabili er svo einfalt að ráða bara ekki nýjan í staðinn.“ Segir Eyjólfur að almennum læknum hafi verið fækkað um í kringum 25 á einu ári og sé það um 20% fækkun.

Margir með streitueinkenni
Þegar eru farin að sjást merki um áhrif niðurskurðarins segir Eyjólfur. Í nýlegri könnun um líðan og álag í vinnu sem gerð var á spítalanum kemur fram að hátt hlutfall lækna, sérstaklega almennra lækna og kandídata, er með líkamleg og andleg álagseinkenni. „Þeim finnst þeir ekki ná að ljúka þeim störfum sem þarf að ljúka, þeir eiga erfitt með að aðskilja vinnu og einkalíf, þeir vinna fram eftir, ólaunað jafnvel, og eru með króníska þreytu og streitueinkenni. Þar er því mikið álag þarna.“ Þá segist margir þeirra ekki sjá framtíð sína á spítalanum. Viðbrögð spítalans hafa ekki verið nógu sannfærandi að mati Eyjólfs en starfsmönnum hafi þó verið boðið í hópviðtöl hjá sálfræðingi.

kjartan@mbl.is

Morgunblaðið 10.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-