-Auglýsing-

GoRed fyrir konur á Íslandi – forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 13-16 verður opin dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem átaksverkefninu GoRed fyrir konur á Íslandi verður ýtt úr vör.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á

sjúkdómunum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og á Íslandi er það unnið í samvinnu við Hjartavernd. Verndari átaksins er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra.

Af hverju GoRed

 • Jafnmargar konur og karlar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
 • Konur gera sér sjaldnast grein fyrir eigin áhættu.
 • Einkenni sjúkdómsins eru oftar óljósari hjá konum en körlum þannig að
 • greiningarferli og áhættumat vegna hjarta- og æðasjúkdóma tefst oft.

Hvaða konur eru í forgangi?

 • Einkennalausar konur, 40 ára og eldri, ættu að fara í áhættumat til greiningar
  á áhættuþáttum á 5 ára fresti.
 • Einkennalausar konur yngri en 40 ára sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóm hjá
  1. gráðu ættingjum og/eða með sögu um ættgenga
 • blóðfituröskun reglulega

Hvernig höldum við áfram?

- Auglýsing-

Evrópska stefnuskráin um heilbrigði hjartans miðar að því að kortleggja hvernig

forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma er háttað í Evrópu. Hjartavernd er þátttakandi í

verkefninu fyrir hönd Íslands, og miðar næsti áfangi að konum.

Á heimavelli viljum við að tekið sé tillit til kvenna í gerð heilbrigðisáætlana er varða

hjarta- og æðasjúkdóma. Einn þáttur í slíku er útbreiðsla skilaboða og

vitundarvakning, líkt og GoRed fyrir konur.

Við vonumst til að þú sjáir þér fært að taka þátt í GoRed átakinu með okkur.

 

- Auglýsing -

Ekki bíða til morguns – hugsaðu um hjartað þitt í dag!

Virðingarfyllst

Vilborg Sigurðardóttir, hjartasérfræðingur                   Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir

Formaður stjórnar GoRed                                            Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-