-Auglýsing-

Aneurysm

stundaglas.jpgÞegar sú niðurstaða lá fyrir í mars 2004 að ég væri með Aneurysm eða gúlp á vinstri slegli hjartans var mér létt þótt ótrúlegt megi virðast.

Eitt það fyrsta sem gerðist eftir að grunur vaknaði um hvers kyns væri var að ég hætti að sjá læknana sem mér var uppsigað við og læknirinn sem hafið greint mig vitlaust varð ekki á vegi mínum lengur. Allt í einu var engin sem sagði að ég ætti að vera betri eða hressari.

-Auglýsing-

Mér fannst mikið á mig lagt að hafa þurft mánuðum saman að standa í stappi við heila starfstétt  sérfræðinga í ástandi mínu en komast svo af því að mín eigin tilfinning um að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera hafi reynist rétt.
Þó svo ég hefði í raun ekki fullan skilning á því sem ég var lentur í gerði ég mér strax grein fyrir því að líf mitt gæti verið í hættu.

Ég gerði mér líka grein fyrir því að ég þyrfti að undirbúa mig vel fyrir það sem framundan var án þess kannski að vita nákvæmlega hvað í rauninni var í vændum. Þó ég væri reiður út í Guð vissi ég að ég þyrfti á honum að halda og ekki síst Mjöllinni minni. Ég var lika ótrúlega heppinn með læknirinn minn. Það að vera meðhöndlaður af virðingu og finna að það sé hlustað á það sem ég hef að segja gjörbreytir öllu.

Ég las mikið um aneurysma á netinu og fljótlega eftir að búið var að kortleggja hvernig þetta liti út var það mat lækna að lífsgæði mín og ástand væri með þeim hætti að róttækra aðgerða væri þörf. Upp kom hugmynd um að framkvæma svokallaða DOR procedure  sem var í senn umdeild og áhættusöm. Aðgerðin þótti þó réttlætanleg í ljósi aðstæðna.

Ég fór inn á netið og las um Dor aðgerðina og horfði á myndbrot af framkvæmd hennar á netinu. Mér varð ljóst að ég væri í vanda staddur. Í mínum huga var samt aldrei spurning um að fara í aðgerðina því mér leið eins og deyjandi manni þar sem lífsþrótturinn var á útleið smátt og smátt. Eftirá verð ég að játa að ég furða mig kannski á því að engin hafi talað við mig um hjartaígræðslu á þessu stigi málsins.

- Auglýsing-

Þegar það lá fyrir að farið yrði í aðgerðina tók við undirbúningstími sem var mjög erfiður. Ég ákvað strax að undirbúa mig sem best,  vona það besta en gera jafnframt ráð fyrir því að eitthvað gæti farið úrskeiðis þannig að ég ætti ekki afturkvæmt af skurðarborðinu.

Inn á milli var ég  lítill í mér og smár og leitaði oft í fangið á Mjöll. Ég bað Guð um að gefa mér hugrekki. Í rauninni fór ég í gegnum allt líf mitt áður en ég fór í aðgerðina og ákvað að fara í hana undirbúinn undir það að deyja. Ég vonaði hinsvegar að sá undirbúningur myndi ekki nýtast. Það var mér samt  mikilvægt að vera meðvitaður um það að það væri ekkert sjálfsagt að fara í opna hjartaskurðaðgerð og að allt færi á besta veg.  Þar sem þetta var ekki heldur alveg hefðbundin aðgerð þá var áhættan vissulega meiri á að eitthvað gæti farið úrskeiðis.

Ég hitti skurðlæknirinn og svæfingalæknirinn minn og fann að ég var í góðum höndum. Kvöldið fyrir skurðdag kom vinur minn presturinn í heimsókn og það var gott og færði mér hugrekki til að horfast í augu við það sem framundan var.
Ég kvaddi Mjöllina mína og vætti svo koddann minn dálítið, ég svaf ekki mikið. Um morguninn var ég sóttur og ég keyrður inn á skurðstofu. Mér var kalt og ég hugsaði með mér kannski væru þetta mínar síðustu minningar úr þessu lífi.

Minningabrot frá vormánuðum 2004.

Reykjavík 17. Febrúar. 2009
Björn 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-