-Auglýsing-

Glaðir fá síður hjartaáfall

GleðiMeð því að vera hamingjusamur og glaður ertu ekki bara skemmtilegri félagsskapur, heldur gætir þú einnig verið að gera heilsu þinni stóran greiða.

Samkvæmt rannsókn sem birt var á vefsíðu The American Journal of Cardiology þann 1. Júlí 2013 hefur það verndandi áhrif gegn hjartaáföllum að vera glaður og bjartsýnn í eðli sínu.

„Hamingjusamari skapgerð hefur raunveruleg áhrif á sjúkdóma og gæti þar af leiðandi gert þig heilbrigðari“ segir rannsakandinn Lisa R. Yanek, MPH, lektor í almennum lækninum hjá Johns Hopkins University School of Medicine í yfirlýsingu sinni um rannsóknina. Yanek bætti því þó við að ástæður þessara tengsla væru enn óljós.

Rannsóknin náði til 1483 heilbrigðra einstaklinga sem áttu systkini sem hafði fyrir 60 ára aldur upplifað einhvers konar hjartasjúkdóm (þ.m.t. hjartaáfall og skyndilegt dauðsfall vegna hjartastopps). Þátttakendur rannsóknarinnar voru hluti af erfðafræðilegri rannsókn á áhættu um æðakölkun þar sem þátttakendum var þeim fylgt eftir í 25 ár og svöruðu spurningalistum um líðan, ánægju með líf sitt, slökun, kvíða, gleði og mati á eigin áhyggjum af heilsu.

Rannsakendur þessarar rannsóknar fylgdu þátttakendum eftir að meðaltali í 12 ár og komust að því að í hópnum höfðu orðið 208 tilfelli kransæðasjúkdóma. Það sem kom hins vegar í ljós var að jafnvel þegar búið var að taka tillit til áhættuþátta um hjartasjúkdóma hjá öllum hópnum þá virtist jákvæð líðan vera tengd við þriðjungs lækkun á tíðni kransæðasjúkdóma. Þar að auki komust rannsakendur að því að á meðal þeirra sem í mestri áhættu voru á því að fá hjartaáfall þá lækkaði jákvæð líðan tíðni kransæðasjúkdóma um næstum 50%.

Til að staðfesta þessi tengsl, skoðuðu rannsakendur gögn rannsóknar um lýðheilsu og næringarvenjur sem fylgdi 5992 manns eftir yfir 16 ára tímabil. Aftur fundust tengsl milli þess að hafa jákvæð viðhorf og 13% minni áhættu á hjartasjúkdómum.

- Auglýsing-

Þetta er varla í fyrsta sinn sem jákvæð hugsun hefur verið orðuð við góða heilsu. Fyrr á þessu ári var einmitt rannsókn kynnt í tímaritinu Psychological Science sem sýndi það að jákvæðar tilfinning væru tengdar betri líkamlegri heilsu, tengsl sem að minnsta kosti að hluta til voru skýrð með betri félagslegum tengslum.

Þýtt af vef Huffpost Healthy Living: http://www.huffingtonpost.com/2013/07/11/cheerful-heart-attack-risk-happy-well-being_n_3575548.html

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-