-Auglýsing-

Hreyfing getur verið jafngóð og lyf

HjólreiðarHreyfing getur verið jafn gott læknisráð og lyf fyrir til að mynda hjartasjúklinga. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt er í breska læknaritinu British Medical Journal (BMJ).

Í rannsókninni var fylgst með tæplega 340 þúsund sjúklingum. Rannsókninni var ætlað að meta áhrif lyfja og hreyfingar til að koma í veg fyrir dauðsföll.

Í ljós kom að í einhverjum tilvikum reyndist hreyfing betra læknisráð en sum hjarta og æðalyfin og telja vísindamennirnir að niðurstaðan sýni að bæta eigi hreyfingu við „lyfseðla“ sem læknar skrifa upp á.
Þrátt fyrir að hreyfingin gefi góða raun þá eigi sjúklingar samt ekki að losa sig við lyfin sín fyrir hreyfingu, heldur nota hvorutveggja samhliða.

Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að aðeins þriðjungur Breta hreyfir sig nægjanlega mikið, þ.e. tvær og hálfa klukkustund á viku í hóflega ákafri hreyfingu, eins og hjólreiðum eða hressilegri göngu. Á sama tíma fjölgar útgáfu lækna á lyfseðlum.

Í rannsókninni sem unnin var af vísindamönnum frá London School of Economics, Harvard Pilgrim Health Care Institute við Harvard Medical School og Stanford University School of Medicine, leituðu vísindamennirnir eftir læknisfræðilegum gögnum til að finna rannsóknir þar sem bornar voru saman æfingar annarsvegar og lyfjagjöf hinsvegar sem meðferðarform.

Þeir fundu 305 rannsóknir sem þeir notuðu í greiningunni. Rannsóknirnar tóku til þátta eins og hjartasjúkdóma, heilaáfalla, endurhæfingar, hjartabilunar og forstigseinkenna sykursýki.
Þegar gögnin voru skoðuð í heild sinni komust þeir að því að æfingar og lyf væru sambærileg þegar kæmi að dánartíðni.

- Auglýsing-

Tvær undantekningar.

Á þessu voru þó tvær undantekningar. Þvagræsilyf höfðu mikla yfirburði hjá sjúklingum með hjartabilun, á meðan æfingar voru bestar fyrir heilaáfallssjúklinga (heilablóðfall) þegar skoðaðar voru lífslíkur.

Amy Thompson yfir hjarta-hjúkrunarfræðingur hjá bresku hjartasamtökunum, segir að þó svo að athafnasamur lífsstíll hafi marga heilsufarslega kosti liggi ekki fyrir nægar sannanir til að draga ákveðna niðurstöðu um kosti hreyfingar umfram lyf.
„Lyf eru mjög mikilvægur þáttur í meðferð margra hjartakvilla og fólk sem hefur fengið ávísuð lyf ætti að halda áfram að taka þessi mikilvægu lyf. Ef þú ert með hjartakvilla eða þér verið sagt að þú sért í áhættuhóp fyrir hjarta og æðasjúkdóma, skaltu ræða við læknirinn þinn um hvernig hreyfing getur verið partur af meðferðinni þinni.“

Dr Peter Coleman frá samtökum um heilaáföll (Stroke Association) segir að æfingar jafnhliða lyfjum gegni mikilvægu hlutverki og verðskuldi frekari rannsóknir.
„Með því að taka mikilvæg skref eins og að stunda líkamsæfingar reglulega, vera með jafnvægi á mataræðinu og hætta að reykja, getur fólk minnkað á hættu sína á heilaáföllum verulega. Sem dæmi getur hæfileg líkamleg hreyfing minnkað áhættuna á heilaáföllum um allt að 27%“.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-