-Auglýsing-

Geta erft hjartasjúkdóma frá föður

Karlmenn geta erft hjartasjúkdóma frá feðrum sínum, segja vísindamenn sem hafa birt grein í breska læknaritinu The Lancet. Þeir hafa rakið kransæðasjúdóma til ypsílon-litningsins sem erfist frá föður til sonar.

Vísindamennirnir rannsökuðu erfðaefni rúmlega þrjú þúsund breskra karla og komust að því að beri menn tiltekna gerð ufsilon-kynlitningsins, auki það líkur á kransæðasjúkdómum um helming. Karlar bera einn ufsilon-litning og einn x-litning en konur tvo x-litninga en engan ufsilon-litning. Allt að einn af hverjum fimm breskum körlum ber þessa tilteknu gerð litningsins.

-Auglýsing-

Erfðaþátturinn bætist við aðra áhættuþætti eins og of hátt kólesteról. Virginia M. Miller, vísindamaður við Mayo Clinic-stofnunina í Minnesota, segir að rannsóknin varpi nýju ljósi á þætti sem geti valdið hjartasjúkdómum. Hún sýni hvers vegna sumir karlmenn, sem lifi heilsusamlegu lífi, reyki ekki, og gæti að kólesteróli og blóðþrýstingi, deyi samt ungir úr hjartaáfalli. Þeir beri sannarlega í sér erfðaþætti sem verði þeim að aldurtila óháð lífsháttum. Með frekari rannsóknum verði hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að þessir karlmenn fái hjartaáfall.

Vísindamennirnir vita ekki nákvæmlega hvaða gen á ufsilon-litningnum hafa þessi áhrif. Þeir vita heldur ekki hvers vegna genin auka hættuna á kransæðasjúkdómum. Að sögn aðalhöfundar greinarinnar í The Lancet, Maciej Tomaszewski við Háskólann í Leicester, útskýrir rannsóknin ekki heldur hvers vegna karlar fá frekar hjartasjúkdóma en konur. Hann vonast til þess að hægt verði að þróa erfðapróf til að finna þá sem eru í mestri áhættu. Þangað til hvetur hann karlmenn til að borða hollan mat og hreyfa sig reglulega.

Aðalhöfundur greinarinnar í The Lancet vonast til þess að hægt verði að þróa erfðapróf til að finna þá sem eru í mestri áhættu. Þangað til hvetur hann karlmenn til að borða hollan mat og hreyfa sig reglulega.

www.ruv.is 19.02.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-