-Auglýsing-

Gáttatif veldur margföldum líkum á heilablóðfalli – margir ógreindir

ÓþægindiDaily mail fjallaði á dögunum um að ný gögn sýna að fleiri en milljón manns í Bretlandi hafa verið greindir með hjartagalla sem getur leitt til heilablóðfalls – margir vita ekki að þeir eru með þennan hjartagalla og vita þar af leiðandi ekki að þeir eru fimm sinnum líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall.

Bresku hjartasamtökin hafa gefið frá sér gögn þar sem fram kemur að Bretland hefur í fyrsta sinn farið yfir milljóna markið í greiningum á gáttatifi (e. atrial fibrillation). Þessi tala hefur hækkað um 20 prósent á síðustu fimm árum.

-Auglýsing-

Þessi hjartakvilli veldur því að hjartað slær óreglulega og getur það leitt til heilablóðfalls. Hann veldur óreglulegum og oft óeðlilega hröðum hjartslætti sem getur leitt til þess að viðkomandi verður andstuttur og finnur fyrir svima. Einnig getur viðkomandi fundið fyrir skjálfta og orðið mjög þreyttur. Það sem getur valdið þessu er meðal annars hár blóðþrýstingur, óhófleg drykkja, kvilli í hjartaloku (e. heart valve disease) og sú staðreynd að fólk er almennt farið að lifa lengur.

Aftur á móti er staðreyndin sú að margir sem eru með gáttatif eru einkennalausir og gera sér ekki grein fyrir því að hjartsláttur þeirra er óreglulegur. Þetta getur verið mjög hættulegt þar sem að ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður þá eykur það töluvert líkurnar á því að blóðtappi myndist í hjartanu, sem gerir það fimm sinnum líklegra að viðkomandi fái heilablóðfall.

Breska hjartastofnunin segir að gáttatif sé ástæða um 22.500 heilablóðfalla á ári hverju í Bretlandi.

Simon Gillespie, framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir „aðalhættan við gáttatif er sú staðreynd að fólk áttar sig ekki á því að það er með kvillann. Þú getur verið að lifa þínu daglega lífi ómeðvitaður um þá staðreynd að þú ert fimm sinnum líklegri en aðrir til að fá alvarlegt heilablóðfall“. Hann segir einnig að það að kanna hvort púlsinn hjá manni sé reglulegur sé einföld leið til að athuga hvort maður sé í áhættuhópi. Hann segir að aðeins með frekari rannsóknum sé hægt að takast á við þennan kvilla og koma í veg fyrir skelfilegar afleiðingar hans.

- Auglýsing-

Bresku hjartasamtökin greindu frá þessum nýju tölum sem hluti af nýrri herferð til að safna fyrir hjartarannsóknum í Bretlandi. Herferðin kallast „Ramp up the Red“.

Hér má sjá frétt Daily Mail um málið: http://www.dailymail.co.uk/health/article-2537337/More-MILLION-people-UK-heart-condition-lead-strokes-dont-know-it.html
Hér má sjá vefsíðu herferðar Bresku hjartasamtakanna: http://www.rampupthered.org.uk/

Hanna María.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-