-Auglýsing-

Gallar í búnaði hjartasjúklinga

iStock 000020419421XSmallGallar hafa komið fram í búnaði sem græddur var í hjartasjúklinga hér á landi. Átta þeirra hafa þurft að gangast undir aðgerð vegna þessa. Búnaðurinn getur skilið milli lífs og dauða. Enn er verið að skoða fólk með tæki af þessu tagi.

Tækið heitir bjargráður – þetta er lítil tölva sem grædd er í brjóstholið, með leiðslu í hjartað. tækið fylgist með hjartslætti og gefur rafstuð, ef upp koma truflanir og það getur þannig bjargað lífi viðkomandi.

Hér á landi eru tvö hundruð og tuttugu hjartasjúklingar með bjargráð fimmtíu og fjórir eru með leiðslur sem heita Riata – þessi búnaður er hliðstæður þeim sem hér sést. og það hafa komið upp vandamál með Riata leiðslur – hulstur þeirra tærast og leiðslan raknar upp. Formleg tilkynning barst fyrir rúmu ári, og síðan þá hefur eftirlit verið aukið.

Átta sjúklingar hafa til þessa þurft að gangast undir aðgerð þar sem sett er ný leiðsla frá bjargráðnum í hjartað vegna þess að hin var gölluð. Sjö hafa fengið nýja leiðslu hér heima – en senda þurfti einn erlendis, þar sem gamla leiðslan var tekin og nýrri komið fyrir. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, segir að sjúklingar hafi fengið óréttmætt rafstuð vegna galla í leiðslu en þeir hafi allir fengið nýja leiðslu.

Davíð segir að viðkomandi sjúklingar hafi ekki fengið sérstakt bréf þegar vandamálið var formlega tilkynnt – en þeir koma reglulega í eftirlit.  Davíð segir að öllum sjúklingum hafi verið sagt frá vandanum þegar þeir komu í eftirlit, aldrei hafi annað staðið til en að segja þeim að leiðslan gæti verið gölluð.

Sjá má fréttina í heild sinni á vef RÚV hérna.

- Auglýsing-

www.ruv.is 20.12.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-