-Auglýsing-

Fleiri hjartaáföll þegar klukkunni er flýtt

1391783 big benAð flýta klukkunni til að nýta dagsbirtuna betur, gæti orsakað örlitla aukningu í hjartaáföllum daginn eftir, að því er fram kemur í lítilli bandarískri rannsókn. Svefnskortur er talinn líklegasta ástæðan.

Vísindamenn við tvö sjúkrahús í Michigan fóru yfir sjúkraskýrslur sex ár aftur í tímann og komust að því að á sunnudeginum eftir hina árlegu breytingu á klukkunni komu 23 sjúklingar að meðaltali til meðferðar á sjúkrahúsin vegna hjartaáfalls. Meðaltal annarra sunnudaga var 13 sjúklingar.

Vísindamennirnir benda á að margar rannsóknir sýni að skortur á svefni geti haft slæm áhrif á heilsu fólks. Þeir vilja þó að fólk fari varlega í að draga ályktanir út frá rannsókninni.

Hjartalæknir segir við Reuters-fréttastofuna að hingað til hafi ekki verið talið að klukkustundar minni svefn auki líkur á hjartaáfalli.

Þetta er þó ekki fyrsta rannsóknin sem finnur þessi tengsl. Árið 2008 kom út rannsókn í Svíþjóð sem sýndi að fyrstu þrjá dagana eftir að klukkunni var breytt á hverju hausti voru fleiri tilfelli hjartaáfalls greind.

www.mbl.is 16.12.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-