-Auglýsing-

Fósturskaði af lyfjatöku

Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur varað við því að lyfið Myfortic sem selt er á Íslandi geti valdið fósturláti og fæðingargöllum sé það notað af þunguðum konum.

Er um að ræða ónæmisbælandi lyf sem á að varna því að líkaminn hafni ígræddu líffæri. Þar sem líkaminn getur hafnað nýju líffæri hvenær sem er þurfa sjúklingar að taka slík lyf alla tíð eftir ígræðslu.

Gölluð eyru og klofinn gómur

Í þeim rannsóknum sem FDA vísar til, þar sem hópur óléttra kvenna tók lyfið, kemur fram að neysla þess eykur mjög líkur á fósturláti, sérstaklega á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar.

 

Meðal algengustu fæðingargalla barnanna eru vansköpuð eyru, skarð í vör og klofinn gómur en þessa galla er oft hægt að laga með skurðaðgerð.

- Auglýsing-

Athuga þungun fyrir ávísun

FDA leggur áherslu á að áður en læknar ávísi lyfinu til kvenna á barnsburðaraldri þurfi þeir að ganga úr skugga um að þær noti getnaðarvarnir og séu ekki þegar þungaðar.

 

Í íslenskri útgáfu fylgiseðils Myfortic, sem er bein þýðing á þeim evrópska, er ekki tekið fram að notkun lyfsins sé bönnuð ef um þungun er að ræða. Þó er því beint til kvenna að láta lækni vita ef þær verða ófrískar.

Þar sem Ísland tilheyrir Evrópska efnahagssvæðinu fylgir Lyfjastofnunin hérlenda þeirri evrópsku að málum í þessum efnum. Því verður fylgiseðlinum ekki breytt nema og ef Evrópska lyfjastofnunin telur þess þörf, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar.

www.mbl.is 28.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-