-Auglýsing-

Forn-Egyptar þjáðust líka af hjartasjúkdómum

Washington. AFP. | Fituhrörnun slagæða, sem tengist hjartaáföllum, er ekki bara nútímafyrirbæri því ný rannsókn bendir til þess að faraóar Egypta til forna hafi einnig þjáðst af hjartasjúdómum sem raktir eru til fituhrörnunar.

Fituhrörnun er skilgreind sem þrenging slagæða vegna myndunar fitulags innan á veggjum þeirra. „Fituhrörnun er mjög algeng meðal manna nútímans og þótt lífsstíll þeirra sé ólíkur lífsstíl Forn-Egypta komumst við að því að hún var fremur algeng meðal hátt settra Forn-Egypta sem lifðu fyrir allt að þremur árþúsundum,“ sagði Gregory Thomas, prófessor í hjartasjúkdómafræði við Kaliforníuháskóla. „Rannsóknin bendir til þess að við þurfum að rannsaka fleira en áhættuþætti nútímans til að öðlast fullan skilning á sjúkdómnum.“

Fituhrörnunin hefur einkum verið rakin til fituríkra matvæla, hreyfingarleysis og reykinga. Bandarískir og egpypskir hjartasérfræðingar rannsökuðu 20 múmíur faraóa. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að níu af sextán múmíum með greinanlegar slagæðar voru með merki um fituhrörnun.

Morgunblaðið 19.11.2009

bogi@mbl.is  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-