-Auglýsing-

Fleiri hjartaáföll á stórmótum

Tíðni hjartaáfalla og hjartsláttartruflana þrefaldaðist hjá körlum og tvöfaldaðist hjá konum á München-svæðinu í Þýskalandi á meðan heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið þar í landi fyrir tveimur árum. Topparnir voru þegar Þjóðverjar léku á móti Argentínu og Ítalíu. Fyrrnefnda leiknum lauk með vítaspyrnukeppni en sá síðarnefndi var framlengdur.

Í Svíþjóð og Bretlandi hafa hjartalæknar orðið varir við fjölgun hjartaáfalla í tengslum við vítaspyrnukeppnir á stórmótum, að því er segir á vefsíðunni e24.se.

Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir á Landspítalanum, telur víst að hjartaáföll í tengslum við knattspyrnumót hafi ekki verið skráð hér. Hann tekur það fram að alheilbrigt fólk sé ekki í neinni hættu þótt það æsi sig yfir fótboltaleik. „En meðal þeirra tuga og hundraða þúsunda sem taka þátt í þessum hugaræsingi eru einhverjir veilir fyrir og þessar aðstæður geta kallað það fram.“ Hann bendir á að streituaðstæður þar sem menn fá ekki útrás, það er þegar þeir reyna ekki sjálfir á sig, geti verið varhugaverðar. „Hins vegar hafa svona keppnir jákvæð áhrif því að menn hafa gaman af þessu.“

Svissnesk hjartasamtök hafa gefið út bækling, 1-0 fyrir hjartað, með ráðum til fótboltaáhugamanna um hvernig forðast eigi hjartaáföll á Evrópumótinu. Varað er við áfengi, reykingum og kaloríuríkum mat auk þess sem sófapúkar eru hvattir til að hreyfa sig í hálfleik.

Það er ekki bara hjartað sem líður á knattspyrnumótum. Tölur frá Bretlandi sýna að ofbeldi gegn eiginkonum vex á keppnisdögum auk þess sem slagsmálum, slysum og sjálfsmorðum fjölgar.

ingibjorg@24stundir.is

- Auglýsing-

24stundir 11.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-