-Auglýsing-

Fjórir styrkir veittir úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson

Fyrstu styrkir sem veittir eru úr Styrktar- og verðlaunasjóði Bent Scheving Thorsteinsson voru afhentir á ársfundi Landspítala í Salnum í Kópavogi 29. apríl 2008. Sjóðurinn var stofnaður í júlí 2007 með 30 milljóna króna gjafafé Bent Scheving. Markmið og hlutverk sjóðsins er að veita styrki og verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði hjartalækninga og hjarta- og lungnaskurðlækninga.

Að þessu sinni var úthlutað tveimur milljónum króna til fjögurra verkefna en alls bárust þrettán umsóknir um styrk.
Hvert verkefni fékk 500 þúsund krónur. Tvö þeirra falla undir lyflækningar en hin tvö skurðlækningar.

Eftirtalin verkefni voru valin:
1) Davíð O. Arnar og samstarfsaðilar – Erfðafræði gáttatifs.
2) Þórarinn Guðnason og samstarfsaðilar – Samanburður á öllum kransæðaþræðingum og kransæðavíkkunum sem framkvæmdar voru í tveimur löndum, Íslandi og Svíþjóð, árið 2007.
3) Steinn Jónsson og samstarfsaðilar – Lungnabrottnámsaðgerðir á Íslandi 1986 – 2007.
4) Hannes Sigurjónsson og samstarfsaðilar – Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi.

www.lsh.is 29.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-