-Auglýsing-

Uppsagnirnar standa

Í yfirlýsingu frá skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum á Landsspítala segir, að þeir sjái sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi 1. maí.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja yfirmanna um að hvikað verði frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Við vísum ábyrgð á því ástandi sem kann að skapast á hendur yfirmanna og heilbrigðisráðherra um leið lýsum við vantrausti á yfirstjórn LSH.

-Auglýsing-

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sjá sér ekki fært að halda áfram störfum undir þessum kringumstæðum þar sem við teljum að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október,” segir í yfirlýsingunni, sem var lesin upp á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík nú síðdegis.

Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær, að fresta til 1. október breytingum á vaktakerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, sögðu á blaðamannafundi í gær, að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Björn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

Engin viðbrögð hafa komið frá stjórnendum LSH að svo stöddu. 

- Auglýsing-

 

www.mbl.is 29.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-