-Auglýsing-

Neyðaráætlun í smíðum

Stjórnendur Landspítalans geta ekki boðið skurðhjúkrunarfr. fleira segir Björn Zöega, starfandi forstjóri spítalans. Um 100 hjúkrunarfræðingar hætta störfum á miðnætti. 50 geislafræðingar ætla að greina frá ákvörðun sinni fyrir hádegi.

Björn segir að ef stórslys yrði myndi spítalinn kalla til starfa þá skurðhjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum. Unnið er að neyðaráætlun um að sjúkrahús á suðvesturhorninu taki við sjúklingum. Öllum bráðaaðgerðum verður sinnt sem og aðgerðum vegna krabbameins. Þeir sem eru á biðlista eftir aðgerðum svo sem bæklunar og augnaðgerðum verða að bíða áfram.

Svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðingarnir og 50 geislafræðingarnir sögðu upp störfum vegna óánægju með nýtt vaktafyrirkomulag sem átti að taka gildi á morgun. Stjórn Landspítalans hefur hins vegar ákveðið að fresta gildistöku nýs vaktafyrirkomulags fram í október. Geislafræðingarnir ætla að greina stjórnendum spítalans frá því fyrir hádegi hvort þeir ætli að standa við uppsagnirnar. En skurðhjúkrunarfræðingar tilkynntu í gær að uppsagnir þeirra stæðu.

Björn Zöega segir að ekki sé hægt að halda óbreyttu vaktafyrirkomulagi þar sem það standist ekki evrópsk vinnulög. Hann segir að stjórn spítalans geti aðeins boðist til að halda áfram viðræðum við hjúkrunarfræðinga næstu 5 mánuði. Stjórnin hafi ekki fleiri leiðir færar lagalega.

Björn að segir ekki hafi verið leitað út fyrir landsteinana að skurðhjúkrunarfræðingum. Hann segir að á sjúkrahúsinu sé hópur millistjórnenda sem eru skurðhjúkrunarfræðingar sem geti sinnt bráðaaðgerðum.

Samningaviðræðum hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins var slitið í gær vegna ágreinings um samningstímann. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að ekki sé flötur á að halda viðræðum áfram. Ríkissáttasemjari verði að koma að deilunni. Hjúkrunarfræðingar vilji að samið verði til skamms tíma, efnahagsástand gefi ekki tilefni til annars. Elsa hefur boðað trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á sinn fund í dag og á von á því að eftir hann verði málinu vísað til ríkissáttasemjara, hafi samninganefnd ríkisins ekki gert það.

- Auglýsing-

Sjá umfjöllun fréttastofu sjónvarps í gærkveldi hér

www.ruv.is 30.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-