-Auglýsing-

Fjölpilla gegn hjartaáföllum og heilablóðfalli

Indverskum rannsóknum á svokallaðri „fjölpillu“ miðar vel. Pillan, sem yrði ódýr í framleiðslu, myndi varna m.a. gegn hjartaáföllum og heilablóðfalli.

Ætlunin er að geta dregið úr líkum á hjartasjúkdómum um allt að 80% hjá fólki yfir 55 ára aldri. Pillan komst fyrst í umræðuna fyrir rúmum fimm árum en litlar framfarir hafa orðið á þróun hennar. Nú segjast indverskir vísindamenn hinsvegar hafa náð að framleiða slíka pillu sem er örugg fyrir þá sem gleypa hana.

-Auglýsing-

Margir sérfræðingar eru þó mótfallnir slíkri pillu, sem ætlað er að virka sem lyfi við lífstílstengdum sjúkdómum. Takast eigi á við vandamál tengd of háum blóðþrýstingi og kólesteróli með breyttu og bættu mataræði og líkamsrækt, í stað þess að innbyrða pillur.

Fjölpillan sem skoðuð var í síðustu rannsókn samanstendur af fimm lyfjum sem víða er hægt að fá hvert í sínu lagi. Aspiríni, lyfi til að lækka kólesteról og þremur lyfjum til að lækka blóðþrýsting. Þar að auki var fólínsýra í pillunni.

Rúmlega 2.000 heilbrigðir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Þeir voru lausir við hjartasjúkdóma en bjuggu yfir áhættuþáttum, þ.e. annað hvort voru með of háan blóðþrýsting eða höfðu reykt í lengri tíma. Í ljós kom að fjölpillan gagnaðist jafnvel og ef lyfjanna, sem pillan samastendur af, væri neytt hvert í sínu lagi. Blóðþrýstingur lækkaði sem og kólesterólið og varð engra meiriháttar aukaverkana vart.

Vísindamennirnir telja að samanlögð áhrif lyfjanna gæti fækkað hjartaáföllum og heilablóðfalli um helming í miðaldra fólki. Það þýðir að pillan gæti bjargað tugi milljónum manna árlega á heimsvísu.

- Auglýsing-

www.mbl.is 31.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-