-Auglýsing-

Fékk hjartaáfall í miðri heilaaðgerð

Ítalski taugaskurðlæknirinn Claudio Vitale neitaði að yfirgefa sjúkling sinn þótt Vitale þyrfti sjálfur á bráðaaðgerð að halda vegna hjartasjúkdóms.

Claudio Vitale sem er 59 ára fékk brjóstverk stuttu eftir að hann hóf aðgerð til að fjarlægja æxli úr heila sjúklings á Cardarelli sjúkrahúsinu í Napólí. Samstarfsfólk hans sá að ekki var allt með felldu og hvatti hann til að yfirgefa skurðstofuna og fá læknishjálp. Vitale þverneitaði en samþykkti að gangast undir blóðprufu þegar líðan hans versnaði. Þrátt fyrir að prufan staðfesti alvarleg veikindi sagðist Vitale ætla að klára aðgerðina sem hann og gerði. Einni og hálfri klukkustund síðar var Vitale kominn í hjartaþræðingu þar sem blásið var úr stíflaðri æð.

„Ég gat ekki yfirgefið sjúklinginn á svo viðkvæmu augnabliki. Ég vað að ljúka aðgerðinni. Ég er engin hetja, ég sinnti bara mínu starfi,“ sagði Vitale.

Bæði Vitale og sjúklingnum sem hann fjarlægði heilaæxlið úr heilsast vel.

www.mbl.is 29.03.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-