fbpx
-Auglýsing-

Fá konur verri meðferð við hjartaáfalli en karlar?

Kona með brjóstverkOft hefur verið rætt um að hugsanlega sé munur á því hvernig konur og karlar eru meðhöndluð þegar kemur að hjartanu. Axel F. Sigurðsson hjartalæknir á mataraedi.is fór lauslega yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var um málið og birt fyrir um tveim árum síðan, en gefum Axel orðið.   

Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem skoðaði meira en milljón innlagnir vegna hjartaáfalls á spítala í Bandaríkjunum á árabilinu 1994 – 2006. Rannsóknarniðurstöðrnar voru birtar í JAMA (Journal of the American Medical Association) og má nálgast hér.

Um 42% kvennanna lýstu ekki brjóstverk við komu. Færri karlar gáfu ekki sögu um brjóstverk, eða 31%. Þessi munur á einkennum karla og kvenna var mest áberandi í yngri aldurshópunum. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni en um 10% karlanna. Rannsakendurnir benda á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því sé líklegra að töf verði á greiningu hjá konum en körlum. Slík töf getur leitt til þess að konur fá viðeigandi meðferð að jafnaði síðar en karlarnir sem getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Dæmi um einkenni sem konur sem ekki upplifa brjóstverk fá eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á millii herðablaða.

Þeir einstaklingar sem ekki upplifðu brjóstverk, bæði konur og karlar, komu að meðatali tveimur tímum síðar eftir að einkenni byrjuðu inn á bráðamóttöku en þeir sem fengu brjóstverk. Almennt var hjartalínurit á bráðamóttöku tekið síðar ef einstaklingurinn var ekki með brjóstverk en ef hann var með verk.

- Auglýsing-

Í yngri aldurshópunum fengu karlarnir viðeigandi meðferð til að losa kransæðastífluna að jafnaði fyrr eftir komu á bráðamóttöku en konurnar. Líklegt er að þessi meðferðartöf hafi almennt leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna en karlanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver.

Cam Patterson, yfirmaður hjartalækninga á University of North Carolina – Chapel Hill segir: “Okkur hefur mistekist að upplýsa konur um hjartasjúkdóma. Þegar ég spyr konuna mína hvað hún sé hræddust við svarar hún brjóstakrabbamein. Samt eru sex sinnum meiri líkur á að hún deyi úr hjartasjúkdómi. Við eigum mikið verk fyrir höndum að upplýsa um konur og hjartasjúkdóma.”

www.mataraedi.is

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-