-Auglýsing-

Dýraprótín ekki eins hættulegt og tóbak

KjötBresk heilbrigðisyfirvöld vísa því á bug að neysla dýraprótíns sé ámóta krabbameinsvaldandi og tóbaksreykingar. Þessu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum og vísað til nýrrar rannsóknar.

Breskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um rannsókn sem bandarískir vísindamenn gerðu á matarræði fólks á tuttugu ára tímabili. Helsta niðurstaða hennar er að eldra fólk, sem lætur ofan í sig mikið af dýraprótínum, sé mun líklegra til fá krabbamein en þeir sem halda neyslu slíkra prótína í lágmarki.

-Auglýsing-

Bæði Guardian og Telegraph slógu því upp að fólk, sem borðaði mikið af kjöti, væri í jafnmikilli hættu á að fá krabbamein og þeir sem reykja tuttugu sígarettur á dag. Í tilkynningu sem breska heilbrigðisþjónustan NHS hefur nú gefið út segir að rannsóknin sýni þvert á móti að dánartíðni vegna krabbameins væri lægri hjá fólki sem borðaði mikið kjöt.

- Auglýsing-

Samanburðurinn við tóbaksreykingar væri villandi enda ekki kominn úr rannsókninni. Svo virtist sem almannatengslafulltrúar bandarísks háskóla hafi bætt þeim upplýsingum í fréttatilkynningu um málið og fjölmiðlar tekið þær upp. NHS segir þetta miður enda þurfum við öll á prótínum að halda, ekki sígarettum.

Af vef ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-