-Auglýsing-

Ertu að fá nógu mikið af góðri fitu? Góð fita mikilvæg fyrir líkamann.

Smáréttir
Smáréttir

Fita er ekki bara fita, hún er mjög mismunandi en hún er líka nauðsynleg fyrir okkur öll. Það er því gott að kynna sér hvernig maður getur bætt við góðri fitu í daglegu mataræði í stað þess að við missum okkur í kexpakkann eða ísboxið. 

Hefur þú lent í því að vera nýbúinn að borða mjög fitulitla máltíð, að þú ert svöng eða svangur og langar í ís, kex, kartöfluflögur eða bara pizzu.

Þá þarftu sennilega meira af góðri fitu í matinn hjá þér.

Af hverju að borða fitu?

Fita hefur fengið vont orð á sig í gegnum árinn. Okkur er sagt að fituneysla sé megin ástæðan fyrir offitufaraldrinum í heiminum.

Engin spurning að fitan er hluti af því vandamáli, en aðalástæðan er sú að við borðum of mikið af öllu því sem er á boðstólnum.

- Auglýsing-

Við þurfum ákveðnar fitur til að flytja frumur, fyrir heilastarfsemi, orkubúskapinn og fyrir liðina.

Í hófsöm neyslu fitu getur hjálpað okkur til að lækka kólesteról og vernda okkur gegn hjarta og æðasjúkdómum.

Fitur auka efnaskipti okkar vegna þess að fita er ein mesta uppspretta orku, jafnvel meiri uppspretta en kolvetni og prótein.

Fiturnar flytja auk þess vítamín og steinefni ásamt öðrum mikilvægum næringarefnum til fruma og hjálpa til við viðhald og vöxt vefja líkamans.

Skammturinn þinn af fitum ætti að vera í það minnsta um 10% af heildar kaloríuinntöku þinni á dag.

Það veltur svolítið á því hvað þú hreyfir þig mikið, en þú gætir hækkað hlutfall fitu upp í allt að 25 – 30% – En ekki missa þig þó alveg. Það er mikilvægt að muna að þó fita sé holl þá inniheldur hún mikið af kaloríum.

Eitt gramm af fitu inniheldur 9 kalóríur: Þetta þýðir að ef þú ert að borða 25 grömm af ólífuolíu eru það 225 kaloríur.

Setjum þetta í annað samhengi, ein matskeið af ólífuolíu inniheldur um 190 kaloríur: Ein matskeið er u.þ.b. þrjár teskeiðar þannig að þú hefur svigrúm – en ekki gleyma þér.

- Auglýsing -

Reyndu þessi 5 atriði til að setja meiri heilsusamlega fitu í mataræði þitt.

  • Settu avcocado í staðin fyrir mayones á samlokuna þína ( gakktu bara úr skugga um að avcocadóið sé þroskað og mjúkt.
  • Borðaðu túnfisksalat með ólífuolíu, ediki og grænmeti – ekki sem samloku með mayonesi.
  • Settu ólífuolíu og edik yfir salatið hjá þér í stað pakka pakka salatsósur sem þú veist ekkert hvað er í.
  • Settu smá af sesamolíu á brúnu hrísgrjónin þinn og fáðu þannig léttan hnetukeim sem er pakkaður af góðum heilsubætandi áhrifum.
  • Bakaðu með kaldpressaðri Jómfrúar kókosolíu. Hún hefur verið gangrýnd vegna þess að hún inniheldur mettaða fitu, kókosolía er stútfull að heilsubætandi eiginleikum!
    Hún getu hjálpað til við að lækka kólesteról, bæta minni, auka orku þín, þyngdarstjórnun og fleiri atriði mætti auðveldlega bæta við.Gangi þér vel.
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-