-Auglýsing-

Drögum úr saltneyslu

SaltÍ tilefni af alþjóðlegri viku sem tileinkuð er minni saltneyslu vill Embætti landlæknis vekja athygli á því að þrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borða Íslendingar enn of mikið salt.

Þetta sýna niðurstöður landskönnunar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðalneysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag.

-Auglýsing-

Hversu mikið salt að hámarki á dag?

Samkvæmt nýjum norrænum ráðleggingum er ekki mælt með að borða meira en 6 g af salti á dag og börn 2–9 ára ættu ekki að neyta meira en 3–4 g á dag. Þörfin fyrir salt er hins vegar ekki meiri en 1,5 g af salti á dag.

Draga má úr hækkun blóðþrýstings

Mælt er með að dregið sé úr saltneyslu.  Þannig má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Minni saltneysla getur einnig dregið úr líkum á ákveðnum tegundum krabbameina.

Danir hafa sýnt fram á það að með því að minnka saltneyslu um 3 grömm á dag að meðaltali hjá þjóðinni megi koma í veg fyrir um það bil 1000 dauðsföll á ári af völdum hjarta og æðasjúkdóma og heilablóðfalls.

Til að draga úr saltneyslu er ráðlagt að sneiða hjá saltríkum vörum, velja saltminni vörur, takmarka salt í matreiðslu og við borðhald en nota annað krydd eða kryddjurtir í staðinn.

- Auglýsing-

Hvar er saltið að finna?

Erfitt getur verið fyrir fólk að átta sig á því hversu mikið salt það borðar frá degi til dags. Ástæðan er sú að stærstur hluti salts í fæðunni, eða um 75%, kemur úr unnum matvælum, svo sem unnum kjötvörum, brauði, ostum, pakkasúpum og sósum, tilbúnum réttum og skyndibitum. Mikilvægt er því að skoða merkingar um næringargildi, séu þær til staðar, og velja Skráargatsmerktar vörur þegar hægt er því að þær innihalda yfirleitt minna salt.

Einnig er ráðlagt að haga innkaupum og neyslu þannig að minna sé neytt af saltríkum vörum. Vönduð matvælaframleiðsla, þar sem saltnotkun er stillt í hóf, er mikilvæg forsenda þess að minnka heildarsaltneyslu þjóðarinnar.

Þegar lesið er á umbúðir er hægt að miða við eftirfarandi:

Saltrík vara = 1,25 g salt (0,5 g natríum) eða meira í 100 g vöru.

Hollráð

  • Veldu frekar óunnin matvæli – unnin matvæli eru yfirleitt saltrík.
  • Lestu utan á umbúðir matvæla – veldu sem oftast saltminni vörur. Vara telst saltrík ef það eru meira en 1,25 g salt (meira en 0,5 g natríum) í 100 grömmum.
  • Takmarkaðu notkun salts við matargerð – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana. Vert er að taka það fram að tegund salts skiptir ekki máli, NaCl úr hvaða salti sem er getur hækkað blóðþrýsting.
  • Bragðaðu matinn áður en saltað er – ekki bera fram salt með matnum.
  • Veldu skráargatsmerktar vörur – þær innihalda yfirleitt minna salt.

Elva Gíslandóttir
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
verkefnisstjórar næringar

Ítarefni:

- Auglýsing -

Upplýsingar um Nýjar norrænar næringarráðleggingar 2012

Upplýsingar um samnorræna merkið Skráargatið – www.skraargat.is

Upplýsingar um World Salt Awareness Week: World Action on Salt & Health

Frétt (október 2013): Áhersla á gæði og mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum næringarráðleggingum.

Grein (janúar 2013): Við borðum of mikið salt – ráðleggingar um saltneyslu

Frétt (janúar 2012): Mataræði landsmanna hefur þokast nær ráðleggingum

Grein (apríl 2011): Nær allir þurfa að draga úr saltneyslu

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-