-Auglýsing-

Mettuð fita höfð fyrir rangri sök: Lágfitumataræði minnkar ekki líkurnar á hjartasjúkdómum

FitumorgunverðurBandarískur læknir vill að farið verði í fræðsluherferð til að segja fólki að farið hafi verið með fleipur síðustu ár hvað varðar mettaða fitu. Mettuð fita auki ekki hættuna á hjartasjúkdómum, en mikið kolvetni og sykur sé aftur á móti hættulegra.

Mataræði sem er lágt í mettaðri fitu er ekki að minnka áhættu á hjartasjúkdómum eða að lengja líf þitt, samkvæmt Bandarískum lækni í lyflækningum sem rannsakar hjarta- og æðasjúkdóma. Hann heitir Dr. James DiNicolantonio og þetta segir hann í ritstjórnargrein í tímaritinu Open Heart.

Hann segir að núverandi ráðleggingar um að borða kolvetni eða fjölómettaðar fitur sem innihalda mikið af omega 6 fitum séu byggðar á gölluðum og ónákvæmum upplýsingum frá 1950. Hann segir nauðsynlegt að endurskoða þessar viðmiðunarreglur og stoppa rógburðinn um að mettaðar fitur séu slæmar, þetta þurfi að gera til að bjarga mannslífum.

DiNicolantonio segir þennan misskilning með mettaðar fitur eiga uppruna sinn til ársins 1952 þegar rannsókn gaf til kynna tengsl milli mikillar neyslu mettaðrar fitu og dauðsfalla sökum hjartasjúkdóma. Hann segir að í þessari rannsókn hafi höfundur dregið niðurstöður sínar af gögnum frá sex löndum, en valið að hundsa gögn frá öðrum 16 löndum sem pössuðu ekki við tilgátu hans. Samantekt af niðurstöðunum frá öllum 22 löndunum hefði ekki fallið að tilgátu hans, samkvæmt DiNicolantonio.

Þetta ýtti undir það að haldið er að þessar fitur auki kólesteról og auki þannig hættuna á hjartasjúkdómum. Með minnkaðri inntöku væri því hægt að minnka líkurnar á offitu, sykursýki og efnaskiptasjúkdómum.

DiNicolantonio segir að niðurstöður rannsókna bendi til annars. Hann segir að nú séu sterk rök á bakvið það að neysla unnina kolvetna sé einn af orsakavöldum aukningar á sykursýki og offitu í Bandaríkjunum.

- Auglýsing-

Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að lágkolvetnamataræði sé betra fyrir þyngdartap og fituefnis prófílinn, heldur en lágfitumataræði. Á sama tíma hafa stórar athugunar rannsóknir ekki fundið nein afdráttarlaus gögn sem sýna að lágfitumataræði minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, segir DiNicolantonio.

Sumar viðmiðunarreglur hafa mælt með að innbyrgða fjölómettaðar fitur í staðinn fyrir mettaðar fitur. Nýleg greining á útgefnum rannsóknargögnum sýndi að það að skipta mettaðri fitu og transfitu fyrir omega 6 fitusýrur, án þess að hækka omega 3 fitusýrur í samsvarandi magni, virtist auka hættuna á dauðsfalli út frá hjarta- og æðasjúkdómum.

DiNicolantonio segir að við þurfum öfluga kynningarherferð til þess að segja frá því að við höfum haft rangt fyrir okkur hvað varðar mettaðar fitur. Hann segir besta mataræðið til að bæta eða viðhalda góðri hjartaheilsu sé mataræði sem er lágt í unnum kolvetnum, sykri og unnum matvörum.

Þýtt og endursagt af Science Daily.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-