-Auglýsing-

Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma, krabba og bílslysa mun fjölga

Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma, krabbameins og bílslysa mun snarfjölga næstu 20 árin, eftir því sem íbúar þróunarríkja verða efnaðri og lifa lengur, samkvæmt rannsóknarniðurstöðum sem Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin, WHO, birti í dag.

Árið 2030 verða dauðsföll af öðrum völdum en smitsjúkdóma um 30% af öllum dauðsföllum í heiminum. Á sama tíma mun dauðsföllum af orsökum sem nú eru yfirleitt tengdar við þróunarríki, eins og til dæmis næringarskorti, malaríu og berklum, fækka.

-Auglýsing-

Dauðsföllum af völdum krabbameins í heiminum mun fjölga úr 7,4 milljónum 2004 í 11,8 milljónir 2030, segir í skýrslu WHO, og dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma fjölga úr 17,1 milljón í 23,4 milljónir á sama tíma.

Með aukinni bílaeign í heiminum mun dauðsföllum vegna bílsslysa fjölga úr 1,3 milljónum í 2,4 milljónir.

Aftur á móti telur WHO að dauðsföllum vegna HIV/AIDS muni fjölga í 2,4 milljónir 2012 en síðan fækka í 1,2 milljónir fram til 2030.

www.mbl.is 20.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-