-Auglýsing-

Borgar sig að biðjast afsökunar

LÖGMENN sem gefa sjúkrahúsum í Bandaríkjunum ráð vegna málsókna sjúklinga í kjölfar mistaka, eru sumir hættir að segja þeim að neita sekt en gangast þess í stað við mistökum þegar þau hafi verið gerð. Segja þeir að ástæða þess að sjúklingur höfði mál sé oft að hann sé hneykslaður á því að reynt hafi verið að leyna mistökunum og hafi áhyggjur af því að sams konar atburðir muni endurtaka sig.

Þetta nýja viðhorf til læknamistaka er nú við lýði á sjúkrahúsi Illinois-háskóla í Chicago, að sögn The New York Times. Tapas K. Gupta, 76 ára gamall krabbameinsskurðlæknir, segist nýlega hafa viðurkennt slæm mistök. Hann hafi fjarlægt hluta úr öðru rifi í konu en ætlunin hafi verið.

„Eftir öll þessi ár get ég samt ekki gefið ykkur neina skýringu,“ sagði hann þegar hann ræddi við konuna og eiginmann hennar. „Þetta er bara nokkuð sem gerist. Ég hef í einhverjum mæli valdið þér skaða.“

Reynslan af þessari hreinskilni á spítölum er að sögn ráðamanna þeirra að minna er um málshöfðanir og útgjöld vegna skaðabóta hafa minnkað. Fleira en nýja stefnan getur þó hafa haft áhrif, m.a. að skaðabætur hafa almennt lækkað. Rannsóknir gefa til kynna að einn af hverjum 100 sjúklingum að meðaltali fái óviðunandi meðferð.

Morgunblaðið 19.05.2008 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-