-Auglýsing-

Leita að hjartasjúklingum

ZikZak leitar nú að aukaleikurum fyrir nýjustu mynd leikstjórans Dags Kára, “The Good Heart”. Meðal annars er leitað að um tuttugu Íslendingum til að leika hjartasjúklinga, en hjörtu eru í stóru hlutverki í myndinni, eins og titill hennar gefur til kynna. Fréttablaðið greindi til dæmis frá því á dögunum þegar Dagur Kári braut blað í kvikmyndasögunni og kvikmyndaði alvöru hjartaaðgerð á Landspítalanum fyrir umrædda mynd.

Margrét Bjarnadóttir hjá ZikZak segir aukaleikara ekki þurfa að hafa neitt ákveðið til brunns að bera til að koma til greina sem hjartasjúklingar. “Ég býst við því að þeir séu nú bara alla vega. En við erum kannski helst að leita að fólki í eldri kantinum,” útskýrir Margrét. “Það kom fjöldi fólks þegar við vorum með prufur fyrir jól, en stór hluti þess hóps var ungt fólk,” segir hún. Aðspurð hvort erfiðara sé að ná til eldra fólks í starf aukaleikara segir Margrét svo ekki endilega vera. “Ég held samt að yngra fólk sé meðvitaðra um þennan möguleika,” segir hún.

Fyrir utan þá sem munu bregða sér í hlutverk hjartasjúklinga leitar ZikZak að stórum hópi fólks til að leika starfsfólk og gesti á spítala. “Myndin á að gerast í New York, sem er mjög alþjóðleg borg. Við höfum þess vegna verið að leita að erlendu fólki búsettu á Íslandi, en Íslendingar eru samt sem áður hjartanlega velkomnir,” segir Margrét. Tökurnar fara fram á spítalanum á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík á tímabilinu 28. maí til 7. júní. “Hver og einn aukaleikari myndi samt aldrei vera fleiri en einn, tvo daga. Það er mikið af fólki sem kemur á spítala og er ekki marga daga í röð, svo við erum að leita að stórum hópi,” útskýrir Margrét.

Áhugasamir geta haft samband við ZikZak.

Fréttablaðið 20.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-