-Auglýsing-

Claude Berri látinn

Franski kvikmyndagerðarmaðurinn og leikstjórinn Claude Berri lést í dag 74 ára að aldri.  Hann var lagður inn á sjúkrahús í París á laugardagskvöldið eftir að hafa fengið hjartaáfall. Berri kom á sjónarsviðið um svipað leyti og François Truffaut, Alain Resnais og Jean-Luc Godard og hefur oft verið nefndur faðir franskrar kvikmyndagerðar.

Þekktustu myndir eftir Claude Berri eru eflaust Jean de Florette og Manon de Sources sem leikstjórinn gerði eftir skáldsögum eftir Marcel Pagnol. Berri framleiddi myndina Tess sem Roman Polanski leikstýrði. Le Vieil l´Homme et l´Enfant var sveinsstykki Berri.  Á síðasta ári gerði hann kvikmyndina Bienvenue Chez les Ch’tis sem vakti mikla athygli. 

Berri fékk Óskarsverðlaunin árið 1963 fyrir stuttmyndina Le Poulet. Hann vann með mörgum af helstu leikurum Frakklands, svo sem Yves Montand,  Gerard Depardieu og Emmanuelle Beart. Hann var að vinna við tuttugustu kvikmynd sína, gamanmyndina Tresor.

Upplýsingar um Berri á Wikipedia

Berri var þekktur í franska listheiminum en hann átti meðal annars gallerí í París. Hann stýrði jafnframt kvikmyndasafninu Cinematheque.

www.mbl.is 12.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-