-Auglýsing-

Árangur hjartaþræðinga á heimsmælikvarða

Eins og við sögðum frá hér á hjartalíf fyrir um mánuði síðan þá er árangur af hjartaþræðingum afar góður hér á landi. Undanfarið hafa rannsóknir sýnt að dánartíðni sjúklinga sem greinast með hjartadrep og látast innan 30 daga hérlendis er með því lægsta sem sést hefur í heiminum.

Í nýútkomnum starfsemisupplýsingum LSH fyrir janúar-nóvember 2008 er fróðlegur pistill eftir Guðmund Þorgeirsson prófessor og sviðsstjóra lækninga á lyflækningasviði I  um árangur við meðferð bráðrar kransæðastíflu.

Guðmundur dregur saman  gögn úr skýrslu OECD: “Health Care Quality Indicators Project 2006. Data Collection Report” og segir meðal annars. „Tvennt vekur sérstaka athygli þegar gögnin eru skoðuð. Í fyrsta lagi eru víðast greinilegar framfarir þótt athugunartímabilið sé stutt. Í öðru lagi er staða Íslands glæsileg í hinum fjölþjóðlega samanburði og á tímabilinu verður sláandi lækkun í dánartíðni þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús með kransæðastíflu. Þannig lækkaði dánartíðnin úr 11,6% árið 2002 í 6,4% árið 2005 og eru Íslendingar þá ásamt  Dönum með lægstu dánartíðnina meðal OECD-landa“.  Rétt er að geta þess að meðaltal OECD landanna á sama tímabili  var þá 9,6%.

Og Guðmundur heldur áfram „Landspítalatölurnar frá 2007 eru síðan lægri en nokkrar 30 daga dánartölur eftir kransæðastíflu sem birtar hafa verið eða 3,6%. Þær koma beint úr gagnasafni Landspítalans, hafa ekki áður verið birtar og eru í þeim skilningi ekki opinber eða staðfest gögn. Þær byggja hins vegar á sams konar gagnaöflun og fyrri gögn frá Íslandi sem birst hafa í OECD-skýrslum og munu því tæpast breytast mikið. Meðan ekki hafa birst gögn frá öðrum þjóðum frá árinu 2007 er að sjálfsögðu ekki unnt að fullyrða að Íslendingar búi við heimsins lægstu dánartíðni eftir innlögn á sjúkrahús vegna kransæðastíflu. Hins vegar er unnt að fullyrða að dánartíðnin er orðin svo lág að varla verður mikið betur gert“.

Það er ljóst að sú ráðstöfun að hafa vakt á þræðingatækjum á kvöldin og um helgar skiptir sköpum til að ná slíkum árangri. Þess má geta að framkvæmdar eru um 150 bráðaþræðingar á ári

Það ber að þakka það sem vel er gert og ástæða til að óska starfsfólki á LSH til hamingju með þennan frábæra árangur.

- Auglýsing-

Hægt er að sjá grein Guðmundar í heild sinni hér

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-