-Auglýsing-

Botox notað til að meðhöndla gáttatif

iStock 000005541876 ExtraSmallLæknar gera tilraun til að nota Botox til að meðhöndla óreglulegan hjartaslátt.

Efnið, sem almennt er notað til meðferðar til að draga úr hrukkum, er sprautað inn í fitulag sem umlykur hjartað til að lama taugarnar sem koma hjartsláttaróreglunni af stað.

-Auglýsing-

Meðferðina á að nota á sjúklinga með gáttatif (atrial fibrillition) sem er mjög algeng hjartsláttartruflun sem lýsir sér þannig að tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og senda fölsk boð til hjartavöðvans. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.

Sjúkdómurinn verður algengari með aldri og í Bretlandi er talið að um 10% af þeim sem eru 80 ára og eldri þjáist af honum.

Í sumum tilfellum er gáttatif einkennalaust en dæmigert er að sjúkdómnum fylgi hjartsláttarónot, þreyta, andnauð, mæði, svimi og erfiðleikar við hreyfingu.

Ástæður margra þessara einkenna má rekja til þess að hjartað dælir ekki nægjanlega miklu magni af blóði um líkamann.

- Auglýsing-

Áhættuþættir sjúkdómsins eru t.d. hár blóðþrýstingur, aðrir hjarta og æðasjúkdómar, sykursýki, ættarsaga, offita, mikil áfengisneysla, reykingar, afleiðingar kransæðahjáveituaðgerða og aldur yfir 60 ár eykur líkurnar. Ekki er vitað nákvæmlega hversvegna þessir þættir hafa áhrif á sjúkdóminn.

Botoxið virkar þannig að að það stöðvar taugaboðin sem send eru milli tauga og vöðva. Þegar Botox er notað í fegrunaraðgerðir, hefur það áhrif á taugaboð til vöðvana í kringum augu, munn og enni og sléttar þar með út hrukkur.

Vísindamennirnir telja að með því að sprauta botox inn í fitulagið í kringum hjartað geti þeir stoppað taugaboðin sem orsaka takttruflanirnar í hjartavöðvanum.

Meðferðin er notuð í nýrri rannsókn sem í taka þátt 60 sjúklingar sem hafa farið í kransæðahjáveituaðgerðir.

Gáttatif er algengasta aukaverkun hjartaaðgerðar en þeir sjúklingar eru í 50% meiri áhættu á að fá sjúkdóminn. Væntanlega er það vegna þess að aðgerðin hefur áhrif á leiðslukerfi hjartans sem stjórnar hjartslættinum.

Í rannsókninni sem fer fram hjá Columbia University í New York, fá sjúklingar annarsvegar meðhöndlun með Botox eða lyfleysu að lokinni hjáveituaðgerð.

Dr. John Coltart hjartasérfræðingur í London segir „Það er athyglisvert að skoða áhrif Botox eftir hjáveituaðgerð á gáttatif og mig hlakkar til að fá niðurstöðurnar“.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-