-Auglýsing-

Vistaskipti

Mjöll JónsdóttirMjöll Jónsdóttir sálfræðingur Hjartalífs og Hjartamiðstöðvarinnar hefur flutt sig um set og sameinar nú starfssemi sína á Heilsustöðinni, sálfræði- og ráðgjafaþjónustu, Skeifunni 11a, 108 Reykjavík.

Mjöll sinnir almennri sálfræðiþjónustu á Heilsustöðinni en í forgangi eru þeir sem eru að kljást við sjúkdóma og makar þeirra. Á stofunni starfa fleiri sálfræðingar, næringarfræðingur og félagsráðgjafi og er þar bæði boðið upp á einstaklingsmeðferð, haldin námskeið fyrir hópa og seldir út fyrirlestrar og ráðgjöf til fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Heilsustöðin er vaxandi heilsuverndar- og meðferðarstöð þar sem mikil áhersla er lögð á faglegheit og þekkingu.

-Auglýsing-

Mjöll lauk B.A. námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og Cand. Psych. prófi frá Háskólanum í Árósum árið 2012. Mjöll hefur sótt námskeið og fyrirlestra á sviði áfallameðferðar og heilsusálfræði ásamt því að sækja ráðstefnur um sitt sérsvið. Mjöll starfaði á Klinik for OCD og Angstlidelser (kvíðameðferðarstöð) í starfsnámi sínu í Danmörku. Hún er í samstarfi við Hjartamiðstöðina og veitir skjólstæðingum þeirra, hjartasjúklingum og mökum, sálfræðimeðferð og ráðgjöf.

Eins og glöggir lesendur Hjartalífs vita þá er hún maki hjartasjúklings sjálf og þekkir því málið vel. Þá hefur hún einnig komið að stofnun Viljaspora, félags fólks um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigðisþjónustu og hefur reynslu af úrvinnslu slíkra mála. Þá hefur hún sérhæft sig í meðferð við kvíða, þunglyndi, streitu, áfallastreitu og stuðning við fólk með verki.

Hægt er að panta tíma hjá Mjöll með því að hringja í síma 534 8090 á virkum dögum milli kl. 9:00 og 17:00 en einnig er hægt að senda beiðni um að bóka tíma á netfangið ritari@heilsustodin.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-