-Auglýsing-

„Bláa pillan“ tíu ára

Tíu ár verða liðin nú í þessari viku frá því að stinningarlyfið Viagra var sett á markaðinn í Bandaríkjunum, og er ekkert lát á sölu lyfsins, sem varð til fyrir slysni.

Það voru vísindamenn á rannsóknastofum lyfjafyrirtækisins Pfizer sem fundu upp lyfið, en bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið heimilaði markaðssetningu þess 27. mars 1998.

„Við vorum eiginlega að prófa sidenafil, virka efnið í Viagra, sem lyfj við hjartasjúkdómum og hvort það gæti unnið á háum blóðþrýstingin,“ sagði dr. Biran Klee, framkvæmdastjóri hjá Pfizer.

„En eitt af því sem kom í ljós í þessum prófunum var að menn vildu ekki skila lyfinu því að það hafði þær aukaverkanir að holdris varð harðara, stinnara og stóð lengur.“

Frá því að Viagra var sett á markaðinn hafa um 35 milljónir manna um heim allan notað það, og lyfið gerði ennfremur að verkum að ekki varð lengur tabú að tala um stinningarvandamál, og því varð mun auðveldara að meðhöndla það.

www.mbl.is 25.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-