-Auglýsing-

Bjartsýnir fá síður hjartasjúkdóma

Bjartsýnum konum er síður hætt við að fá hjartasjúkdóma og deyja fyrir aldur fram samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Læknar í Pittsburgh unnu rannsóknina og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri niðurstöður hollenskra vísindamanna sem komust að því að bjartsýni dregur úr hættu á hjartasjúkdómum hjá körlum.

Hátt í 100 þúsund konur tóku þátt í bandarísku rannsókninni og eru niðurstöðurnar birtar í vísindaritinu Circulation. Þær sýna að svartsýnu konunum hætti fremur til að hafa háan blóðþrýsting og mikið kólesteról. Jafnvel þótt þessir áhættuþættir væru teknir með í reikninginn kom einnig í ljós að bjartsýni ein og sér hafði jákvæð áhrif á heilsufarið.

Fylgst var með konunum í rúmlega átta ár. Á þeim tíma voru meiri líkur en ella á að þær sem voru bölsýnar, fjandsamlegar eða treystu yfirleitt ekki öðru fólki hefðu látist fyrir aldur fram. Vísindamennirnir segja að vera megi að bjartsýnar konur eigi auðveldara með að takast á við erfiðleika og hugsi ef til vill betur um sig þegar þær veikjast. Ennfremur liggi fyrir að fjandsamlegar tilfinningar geti losað tiltekni efni í líkamanum sem auki hættu á hjartasjúkdómum. Ekki er þó vitað með hvaða hætti þetta gerist.

 
frettir@ruv.is 11.08.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-