-Auglýsing-

Betra að byrgja inni

ÞEIR sem vilja ekki ræða hugsanir sínar og tilfinningar í kjölfar áfalls eru oft betur á sig komnir andlega en þeir sem tjá sig fljótlega eftir atburðinn. Fólki sem verður fyrir áföllum í lífinu er hins vegar oftar ráðlagt að ræða atvikið í stað þess að byrgja það inni. Þetta sýnir ný rannsókn háskólans í Buffalo sem greint var frá á vefmiðli BBC.

Vísindamenn báru saman hópa fólks sem notaði mismunandi aðferðir til að kljást við andleg eftirköst hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu ekki misst vin eða ættingja í árásinni. Rannsakendur gerðu í upphafi ráð fyrir því að fólk sem átti erfitt með að tjá tilfinningar sínar skömmu eftir árásirnar væri andlega verr á sig komið tveimur árum eftir atburðinn. Niðurstöðurnar komu því á óvart, en þær gáfu til kynna að þeir þöglu sýndu meiri batamerki en þeir málglöðu.

Fræðimenn eru sammála um að ekki skuli alhæfa út frá þessum niðurstöðum og það beri að forðast að setja fórnarlömb undir einn hatt. Mikilvægara sé að gera þeim sem lent hafi í áfalli ljóst að eðlilegt sé að vilja ekki ræða tilfinningar sínar strax að atburði liðnum.

Morgunblaðið 06.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-